Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 11:00 Serena neitar að staðfesta hvenær spaðinn fer upp í hillu. Lev Radin/Getty Images Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn. Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn.
Tennis Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira