Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 21:04 Rökstuddur grunur er uppi um að Trump hafi brotið lög með því að hafa með sér háleynileg skjöl úr Hvíta húsinu. AP/Susan Walsh Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31
Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16