Erlent

Webb greindi koltvísýring í andrúmslofti fjarreikistjörnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Tölvuteiknuð mynd af gasrisanum WASP-39 b og stjörnunni WASP-39.
Tölvuteiknuð mynd af gasrisanum WASP-39 b og stjörnunni WASP-39. ESA

Geimvísindamenn hafa fundið skýr og greinileg ummerki koltvísýrings í andrúmslofti gasrisa í annarri stjörnuþoku. Þetta er í fyrsta sinn sem koltvísýringur greinst í andrúmslofti fjarreikistjörnu.

Reikistjarnan WASP-39 b er í um sjö hundruð ljósára fjarlægð en geimvísindamennirnir notuðu James Webb-geimsjónaukann og litrófsgreiningu til að greina andrúmsloft gasrisans.

Vegna gæða James Webb segja vísindamennirnir að aldrei áður hafi tekist að greina andrúmsloft fjarreikistjörnu af jafn mikilli nákvæmni. Nákvæmnin sé til marks um að hægt sé að framkvæma betri litrófsgreiningar á öðrum smærri og jafnvel lífvænlegri fjarreikistjörnum, samkvæmt yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnun Evrópu (ESA).

WASP 39-b er svipaður að stærð og Satúrnus en hitinn þar er um 900 gráður. Sporbraut reikistjörnunnar er mjög nærri stjörnu sólkerfisins og hringsólar hana á einungis fjórum dögum.

Með því að greina breytingar sem verða á ljósinu frá stjörnunni þegar gasrisann bregður fyrir hana, fundu vísindamennirnir ummerkin um koltvísýring. Aðrir geimsjónaukar hafa áður fundið ummerki annarra efna í fjarreikistjörnum.

Þegar vísindamenn geimvísindastofnana Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada, sem komu að gerð sjónaukans, opinberuðu fyrstu myndirnar úr sjónaukanum var á meðal þeirra litrófsgreining annars gasrisa, sem ber nafnið WASP-93 b.


Tengdar fréttir

Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart

Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb.

Uppgötvuðu elstu stjörnu­þoku sem hefur sést

James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa.

Segir sjónaukann marka nýtt upphaf í stjarnvísindum

Fyrsta ljósmyndin úr James-Webb geimsjónaukanum birtist í gærkvöldi og eru fleiri myndir væntanlegar klukkan hálf þrjú í dag. Þetta eru skýrustu myndir sem mannkynið hefur tekið og séðaf sumum af daufustu og fjarlægustu vetrarbrautum til þessa. Stjörnu-Sævar segir þetta sögulegan dag og marka nýtt upphaf í stjarnvísindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×