Snoop Dogg stofnar tónlistarrás fyrir börn á YouTube Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:42 Snoop Dogg er einn framleiðandi þáttanna. Vísir Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur stofnað YouTube rás fyrir börn, sem nefnist Doggyland - Kids Songs & Nursery Rhymes. Markmið rásarinnar er að hjálpa börnum með félagshæfni með söngi, dönsum og rappi. Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi. Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Snoop Dogg stendur að verkefninu ásamt framleiðandanum Claude Brooks, sem hefur verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir þættina Hip Hip Harry, og söngvaranum og tónsmiðnum October London. Á rásinni verður barnaefni sýnt fyrir börn allt upp í átta ára gömul. Persónurnar í þáttunum eru litríkir hundar sem syngja og rappa upplýsandi lög og hjálpa börnum að læra ýmislegt, samkvæmt frétt New York Post. Samkvæmt YouTube rásinni munu krakkar bæði heyra klassísk barnalög, eins og Höfuð, herðar, hné og tær og Hjólin á Strætó, og ný lög. Þá verða þau nýtt til að kenna krökkum alls konar, eins og bókstafi, tölustafi, liti, dýr, góða siði, snyrtimennsku, samkennd og ýmislegt annað. Aðalpersónur þáttarins verða nokkrir hvolpar, sem njóta handleiðslu rakkans Bow Wizzle sem Snoop Dogg talar fyrir. „Sem pabbi, afi og þjálfari krakkaliðs í fótbolta hefur mér alltaf þótt mikilvægt að stuðla að uppbyggilegu og upplýsandi umhverfi fyrir alla krakka. Við vildum hafa þáttinn okkar á YouTube svo allir geti horft á þættina að kostnaðarlausu, svo allir krakkar geti notið hans.“ Fimm myndbönd hafa verið birt á YouTube síðu Doggyland en nýr þáttur verður birtur á hverjum þriðjudegi.
Tónlist Börn og uppeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira