Hvetur ráðherra til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 16:53 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Umboðsmaður barna hefur sent innviðaráðherra bréf þar sem hún hvetur hann til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi og setja fjármagn í uppbyggingu vegarins. Ástand vegarins valdi skólabörnum sem ferðist um veginn vanlíðan og kvíða og geti ógnað öryggi þeirra. Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“. Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“.
Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15
Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15