Ákvað að vera áfram hjá Frankfurt og Man Utd snýr sér að varavaramarkverði Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 14:01 Martin Dúbravka gæti verið á leið til Manchester United. EPA-EFE/NEIL HALL Leit enska knattspyrnuliðsins Manchester United að samkeppni fyrir David De Gea, aðalmarkvörð liðsins, gengur vægast sagt brösuglega. Martin Dúbravka er næsta skotmark eftir að Kevin Trapp ákvað að vera áfram hjá Eintracht Frankfurt. Ef þú ert yfir þrítugt og hefur sett á þig markmannshanska er líklegt að Man United hafi áhuga á því að fá þig í sínar raðir. Síðan Dean Henderson var lánaður til nýliða Nottingham Forest hefur Man Utd leitað að markverði til að veita De Gea. Það er greinilegt að hinn 36 ára gamli Tom Heaton er aðallega séður sem þriðji markvörður. Eftir að íhuga Yann Sommer, aðalmarkvörð Gladbach og Sviss, var ákveðið að athuga hvort Þjóðverjinn Kevin Trapp vildi koma. Sá ákvað að afþakka pent enda aðeins 32 ára gamall og ekki tilbúinn að verða varaskeifa. Eintracht Frankfurt goalkeeper Kevin Trapp has confirmed that he rejected an offer from Manchester United to remain at his current club. #MUFC pic.twitter.com/raGSolbjcq— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 25, 2022 Ákváð Man United þá að snúa sér að manni með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem og af stórmótum en hinn 33 ára gamli Dúbravka varði mark Slóvakíu á Evrópumótinu sumarið 2021. Hann hefur spilað á Englandi síðan 2018 en hann gekk upphaflega í raðir Newcastle United á láni áður en félagið ákvað að festa kaup á honum. Síðan þá hefur hann spilað alls 130 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en undanfarin tvö tímabil hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu. Hann hóf síðasta tímabil sem aðalmarkvörður en missti svo sætið þegar leið á tímabilið. Í sumar keypti Newcastle enska markvörðinn Nick Pope frá Burnley og ljóst var að dagar Dúbravka sem aðalmarkvarðar voru taldir. Hann hefur verið á bekknum í öllum þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni en var hvergi sjáanlegur er liðið vann Tranmere Rovers í deildarbikarnum á miðvikudag. Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði að Dúbravka hefði verið veikur og ekki leikfær. The Athletic hefur staðfest að Man United hafi beðið Newcastle um að fá Dúbravka á láni en ekki kemur fram hvort Newcastle hafi svarað boðinu. Manchester United have made a loan offer for Newcastle United goalkeeper Martin Dubravka.More from @David_Ornstein https://t.co/AecRVFcZlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Erik Ten Hag er enn á höttunum á eftir leikmönnum og er Antony, vængmaður Ajax, þar efstu á blaði. Þá hefur félagið áhuga á Cody Gakpo, leikmanni PSV, og svo virðist sem Marco Asensio gæti farið á Old Trafford ef marka á fréttaflutning dagsins. Manchester United will offer $30M for Real Madrid's Marco Asensio, reports @Santos_Relevo pic.twitter.com/D1Ko3ET2Z9— B/R Football (@brfootball) August 25, 2022 Það er allavega ljóst að það á mikið eftir að gerast á skrifstofu Man United næstu daga og vonandi er kaffivélin í lagi þar sem það verður eflaust lítið sofið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Ef þú ert yfir þrítugt og hefur sett á þig markmannshanska er líklegt að Man United hafi áhuga á því að fá þig í sínar raðir. Síðan Dean Henderson var lánaður til nýliða Nottingham Forest hefur Man Utd leitað að markverði til að veita De Gea. Það er greinilegt að hinn 36 ára gamli Tom Heaton er aðallega séður sem þriðji markvörður. Eftir að íhuga Yann Sommer, aðalmarkvörð Gladbach og Sviss, var ákveðið að athuga hvort Þjóðverjinn Kevin Trapp vildi koma. Sá ákvað að afþakka pent enda aðeins 32 ára gamall og ekki tilbúinn að verða varaskeifa. Eintracht Frankfurt goalkeeper Kevin Trapp has confirmed that he rejected an offer from Manchester United to remain at his current club. #MUFC pic.twitter.com/raGSolbjcq— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 25, 2022 Ákváð Man United þá að snúa sér að manni með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem og af stórmótum en hinn 33 ára gamli Dúbravka varði mark Slóvakíu á Evrópumótinu sumarið 2021. Hann hefur spilað á Englandi síðan 2018 en hann gekk upphaflega í raðir Newcastle United á láni áður en félagið ákvað að festa kaup á honum. Síðan þá hefur hann spilað alls 130 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en undanfarin tvö tímabil hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu. Hann hóf síðasta tímabil sem aðalmarkvörður en missti svo sætið þegar leið á tímabilið. Í sumar keypti Newcastle enska markvörðinn Nick Pope frá Burnley og ljóst var að dagar Dúbravka sem aðalmarkvarðar voru taldir. Hann hefur verið á bekknum í öllum þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni en var hvergi sjáanlegur er liðið vann Tranmere Rovers í deildarbikarnum á miðvikudag. Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði að Dúbravka hefði verið veikur og ekki leikfær. The Athletic hefur staðfest að Man United hafi beðið Newcastle um að fá Dúbravka á láni en ekki kemur fram hvort Newcastle hafi svarað boðinu. Manchester United have made a loan offer for Newcastle United goalkeeper Martin Dubravka.More from @David_Ornstein https://t.co/AecRVFcZlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Erik Ten Hag er enn á höttunum á eftir leikmönnum og er Antony, vængmaður Ajax, þar efstu á blaði. Þá hefur félagið áhuga á Cody Gakpo, leikmanni PSV, og svo virðist sem Marco Asensio gæti farið á Old Trafford ef marka á fréttaflutning dagsins. Manchester United will offer $30M for Real Madrid's Marco Asensio, reports @Santos_Relevo pic.twitter.com/D1Ko3ET2Z9— B/R Football (@brfootball) August 25, 2022 Það er allavega ljóst að það á mikið eftir að gerast á skrifstofu Man United næstu daga og vonandi er kaffivélin í lagi þar sem það verður eflaust lítið sofið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira