Lakers sækir fjandmann Westbrook Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 16:15 Russell Westbrook og Patrick Beverley verða seint taldir perluvinir. David Berding/Getty Images Los Angeles Lakers hefur ákveðið að skipta Talen Hurton-Tucker út fyrir kjaftaskinn Patrick Beverley. Sá hefur lengi átt í deilum við Russell Westbrook, leikstjórnanda Lakers, ásamt því að urða reglulega yfir Lakers er hann lék með nágrönnunum í Clippers. Það verða verulegar breytingar á leikmannahópi Lakers milli tímabila en bæði leikmenn og stuðningsfólk liðsins vill gleyma síðustu leiktíð í snatri. Eftir að hafa sótt hvern ellismellinn á fætur öðrum fyrir síðustu leiktíð þá gekk allt á afturfótunum og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Frank Vogel var látinn fara sem þjálfari liðsins og í hans stað kom Darvin Ham. Umræðan í sumar hefur svo helst snúið að Kyrie Irving og hversu mikið hann væri til í að spila aftur með LeBron James. Þá fékk sá síðarnefndi risasamning og mun spila með liðinu þangað til hann verður fertugur. Nú hefur Lakers svo skipt á leikmönnum við Utah Jazz. Síðarnefnda liðið fær í raun eina unga efniviðinn sem er í leikmannahóp Lakers á meðan LeBron og félagar fá 34 ára gamlan Beverley sem er hvað þekktastur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið ásamt því að spila ágætis vörn. Það virðist því sem Lakers sé að fara í sama pakka og síðasta sumar er liðið sótti hvern ellismellinn á fætur öðrum. Woke up a Laker!!! Its On!!!— Patrick Beverley (@patbev21) August 25, 2022 Hvað varðar Beverley og Westbrook þá nær saga þeirra allt aftur til ársins 2013 er Westbrook meiddist illa á hné eftir að Beverley reyndi að stela boltanum af leikstjórnandanum. Síðan þá hafa þeir eldað grátt silfur saman. Árið 2019 mætti Westbrook í viðtal og lét eftirfarandi orð falla um Beverley: „Hann lætur eins og hann sé að spila vörn, hann er ekki að dekka neinn. Hann er bara hlaupandi í hringi, gerandi ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Beverley sagði að ímynd fólks á sér hefði breyst eftir þessi ummæli en sá hlær best sem síðast hlær. Beverley sendi Westbrook kaldar kveðjur á Twitter-síðu sinni í febrúar á þessu ári þegar Westbrook var að eiga hvern skelfingarleikinn á fætur öðrum með Lakers. I remember when somebody said all I do is run around and I trick y all well my boy is The Real Magician this year.— Patrick Beverley (@patbev21) February 10, 2022 Playoffs every year. 2 western conference finals with 2 different Teams individual stats or team stats? I thought it was a team sport?? https://t.co/wlPhFB9alQ— Patrick Beverley (@patbev21) March 17, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir félagar ná saman í fjólubláu og gulu, það er ef Westbrook verður enn leikmaður Lakers er tímabilið hefst. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Það verða verulegar breytingar á leikmannahópi Lakers milli tímabila en bæði leikmenn og stuðningsfólk liðsins vill gleyma síðustu leiktíð í snatri. Eftir að hafa sótt hvern ellismellinn á fætur öðrum fyrir síðustu leiktíð þá gekk allt á afturfótunum og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Frank Vogel var látinn fara sem þjálfari liðsins og í hans stað kom Darvin Ham. Umræðan í sumar hefur svo helst snúið að Kyrie Irving og hversu mikið hann væri til í að spila aftur með LeBron James. Þá fékk sá síðarnefndi risasamning og mun spila með liðinu þangað til hann verður fertugur. Nú hefur Lakers svo skipt á leikmönnum við Utah Jazz. Síðarnefnda liðið fær í raun eina unga efniviðinn sem er í leikmannahóp Lakers á meðan LeBron og félagar fá 34 ára gamlan Beverley sem er hvað þekktastur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið ásamt því að spila ágætis vörn. Það virðist því sem Lakers sé að fara í sama pakka og síðasta sumar er liðið sótti hvern ellismellinn á fætur öðrum. Woke up a Laker!!! Its On!!!— Patrick Beverley (@patbev21) August 25, 2022 Hvað varðar Beverley og Westbrook þá nær saga þeirra allt aftur til ársins 2013 er Westbrook meiddist illa á hné eftir að Beverley reyndi að stela boltanum af leikstjórnandanum. Síðan þá hafa þeir eldað grátt silfur saman. Árið 2019 mætti Westbrook í viðtal og lét eftirfarandi orð falla um Beverley: „Hann lætur eins og hann sé að spila vörn, hann er ekki að dekka neinn. Hann er bara hlaupandi í hringi, gerandi ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Beverley sagði að ímynd fólks á sér hefði breyst eftir þessi ummæli en sá hlær best sem síðast hlær. Beverley sendi Westbrook kaldar kveðjur á Twitter-síðu sinni í febrúar á þessu ári þegar Westbrook var að eiga hvern skelfingarleikinn á fætur öðrum með Lakers. I remember when somebody said all I do is run around and I trick y all well my boy is The Real Magician this year.— Patrick Beverley (@patbev21) February 10, 2022 Playoffs every year. 2 western conference finals with 2 different Teams individual stats or team stats? I thought it was a team sport?? https://t.co/wlPhFB9alQ— Patrick Beverley (@patbev21) March 17, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir félagar ná saman í fjólubláu og gulu, það er ef Westbrook verður enn leikmaður Lakers er tímabilið hefst.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira