„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 13:10 Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir gríðarlega mikilvægt að opinber yfirvöld gefi fjölmiðlum greinagóðar upplýsingar þegar harmleikur verður á borð við þann sem varð á Blönduósi. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur ekki rætt við fjölmiðla eftir að hafa tekið við rannsókn morðmálsins á Blönduósi á mánudag. Vísir Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23