Liverpool nær varla í tvö lið á æfingum: „Augljóslega ekki í lagi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 16:01 Klopp hefur áhyggjur af stöðu mála en Naby Keita er níundi maðurinn á meiðslalista Liverpool sem nær varla í tvö lið á æfingum. Mike Hewitt/Getty Images Naby Keïta var ekki í leikmannahópi Liverpool er liðið tapaði 2-1 fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur staðfest að hann er meiddur, líkt og átta aðrir leikmenn í aðalliði félagsins. Það er ekkert nýtt að Keïta sé meiddur en hann hefur glímt við ítrekuð meiðsli frá því að hann var keyptur til Liverpool frá RB Leipzig sumarið 2018 fyrir rúmar 50 milljónir punda. Af þeim sökum hefur hann spilað mismikið fyrir liðið og aldrei náð að festa sig í sessi. Hann hafði tækifæri til þess í ljósi mikilla meiðsla hjá félaginu, sér í lagi í hans stöðu á miðsvæðinu, en óvíst er um hversu alvarleg meiðsli er að ræða. Keïta er níundi leikmaðurinn á meiðslalista Liverpool. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Joël Matip eru báðir frá, sem og miðjumennirnir Curtis Jones, Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago Alcantara. Þá eru Diogo Jota, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsey einnig meiddir, auk þess sem nýliðinn Darwin Nunez á tvo leiki eftir af þriggja leikja banni sínu eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Crystal Palace í síðustu viku. Þjálfaranum Jürgen Klopp líst illa á stöðuna. „Naby var meiddur. Við þurfum að meta meiðslin en það lítur ekki út fyrir að hann æfi á morgun [í dag, þriðjudag]. Kannski vitum við meira þá en ég er ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik í gær. „Þetta var ekki auðvelt í vikunni þar sem við erum með 15 heila aðalliðsleikmenn á æfingu. Það er augljóslega ekki í lagi,“ sagði Þjóðverjinn enn fremur. Liverpool hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með tvö stig eftir tap fyrir Manchester United í gær. Áður gerði liðið 2-2 jafntefli við Fulham og 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Næsti leikur liðsins er við Bournemouth á Anfield á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
Það er ekkert nýtt að Keïta sé meiddur en hann hefur glímt við ítrekuð meiðsli frá því að hann var keyptur til Liverpool frá RB Leipzig sumarið 2018 fyrir rúmar 50 milljónir punda. Af þeim sökum hefur hann spilað mismikið fyrir liðið og aldrei náð að festa sig í sessi. Hann hafði tækifæri til þess í ljósi mikilla meiðsla hjá félaginu, sér í lagi í hans stöðu á miðsvæðinu, en óvíst er um hversu alvarleg meiðsli er að ræða. Keïta er níundi leikmaðurinn á meiðslalista Liverpool. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Joël Matip eru báðir frá, sem og miðjumennirnir Curtis Jones, Alex Oxlade-Chamberlain og Thiago Alcantara. Þá eru Diogo Jota, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsey einnig meiddir, auk þess sem nýliðinn Darwin Nunez á tvo leiki eftir af þriggja leikja banni sínu eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Crystal Palace í síðustu viku. Þjálfaranum Jürgen Klopp líst illa á stöðuna. „Naby var meiddur. Við þurfum að meta meiðslin en það lítur ekki út fyrir að hann æfi á morgun [í dag, þriðjudag]. Kannski vitum við meira þá en ég er ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik í gær. „Þetta var ekki auðvelt í vikunni þar sem við erum með 15 heila aðalliðsleikmenn á æfingu. Það er augljóslega ekki í lagi,“ sagði Þjóðverjinn enn fremur. Liverpool hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið er aðeins með tvö stig eftir tap fyrir Manchester United í gær. Áður gerði liðið 2-2 jafntefli við Fulham og 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Næsti leikur liðsins er við Bournemouth á Anfield á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira