Enski boltinn

Bailly segir bæ við Man. Utd

Sindri Sverrisson skrifar
Eric Bailly var kominn neðarlega í goggunarröðina hjá Manchester United.
Eric Bailly var kominn neðarlega í goggunarröðina hjá Manchester United. Getty/Albert Perez

Miðvörðurinn Eric Bailly hefur samþykkt að skipta frá Manchester United yfir til franska knattspyrnuliðsins Marseille.

Bailly kemur til Marseille að láni en franska félagið skuldbindur sig jafnframt til að kaupa þennan 28 ára gamla Fílabeinsstrending fari svo að liðið vinni sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu á Twitter og segir að Bailly kveðji félaga sína í United í dag og fljúgi svo til Marseille.

Bailly kom til United sumarið 2016 og spilaði sjötíu deildarleiki með liðinu, mest á fyrstu leiktíðinni en aðeins tólf á síðustu leiktíð.

Koma Argentínumannsins Lisandro Martinez veikti enn stöðu Bailly hjá United en liðið er einnig með þá Raphael Varane, Harry Maguire og Victor Lindelöf sem miðverði. Lindelöf hefur þó verið meiddur í upphafi þessarar leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×