Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2022 23:36 Frá því Trump flutti úr Hvíta húsinu hefur hann búið í Mar-a-Lago í Flórída. Hann tók með sér mikið magn gagna og reyndist hluti þeirra leynilegur. AP/Steve Helber Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. AP fréttaveitan segir að í eldri málum hafi dómarar sem sestir eru í helgan stein tekið að sér þetta hlutverk. Í kröfu sem lögð var fyrir dómara í Flórída í kvöld segja lögmenn Trumps að löggæslu eigi ekki að nota sem pólitískt vopn, sem í takt við ummæli Trumps og bandamanna hans um húsleitina. Starfsmenn FBI lögðu þann 8. ágúst hald á gögn sem fundust í Mar-a-Lago og þar á meðal leynileg gögn. Einhver hluti gagnanna var skilgreindur „Classified/TS/SCI“ en það stendur fyrir „top secret/sensitive compartmented information“ og þau gögn á eingöngu að skoða í öruggum ríkisstofnunum. Enn er þó lítið vitað um gögnin sjálf. Sjá einnig: Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Þær vendingar áttu sér einnig stað í dag að alríkisdómarinn sem skrifaði undir húsleitarheimild FBI, gaf í skyn að hann muni mögulega opinbera hluta heimildarumsóknarinnar. Hann sagði þó nauðsynlegt að halda hlutum hennar leyndum og mögulega væri það svo stór hluti umsóknarinnar að birting hennar væri tiltölulega gagnslaus. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Dómarinn sagði í síðustu viku að hið opinbera ætti að fara yfir umsóknina og kanna hvaða hluta hennar mætti birta. Hann ítrekaði það í dag og sagði einnig að það þýddi ekki að hann hefði tekið ákvörðun enn, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Meðal annars sagðist hann hafa áhyggjur af því að opinbera umsóknina þar sem upplýsingar þar gætu ógnað öryggi vitna sem hafi aðstoðað yfirvöld í málinu. Hægt væri að bera kennsl á viðkomandi þó nöfn þeirra kæmu ekki fram. Dómarinn hefur sjálfur orðið fyrir fjölmörgum hótunum vegna húsleitarinnar og það sama má segja um starfsmenn FBI en dómarinn vill ekki opinbera nafn þess sem setti nafn sitt á umsóknina. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. 11. ágúst 2022 14:30 Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. AP fréttaveitan segir að í eldri málum hafi dómarar sem sestir eru í helgan stein tekið að sér þetta hlutverk. Í kröfu sem lögð var fyrir dómara í Flórída í kvöld segja lögmenn Trumps að löggæslu eigi ekki að nota sem pólitískt vopn, sem í takt við ummæli Trumps og bandamanna hans um húsleitina. Starfsmenn FBI lögðu þann 8. ágúst hald á gögn sem fundust í Mar-a-Lago og þar á meðal leynileg gögn. Einhver hluti gagnanna var skilgreindur „Classified/TS/SCI“ en það stendur fyrir „top secret/sensitive compartmented information“ og þau gögn á eingöngu að skoða í öruggum ríkisstofnunum. Enn er þó lítið vitað um gögnin sjálf. Sjá einnig: Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Þær vendingar áttu sér einnig stað í dag að alríkisdómarinn sem skrifaði undir húsleitarheimild FBI, gaf í skyn að hann muni mögulega opinbera hluta heimildarumsóknarinnar. Hann sagði þó nauðsynlegt að halda hlutum hennar leyndum og mögulega væri það svo stór hluti umsóknarinnar að birting hennar væri tiltölulega gagnslaus. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Dómarinn sagði í síðustu viku að hið opinbera ætti að fara yfir umsóknina og kanna hvaða hluta hennar mætti birta. Hann ítrekaði það í dag og sagði einnig að það þýddi ekki að hann hefði tekið ákvörðun enn, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Meðal annars sagðist hann hafa áhyggjur af því að opinbera umsóknina þar sem upplýsingar þar gætu ógnað öryggi vitna sem hafi aðstoðað yfirvöld í málinu. Hægt væri að bera kennsl á viðkomandi þó nöfn þeirra kæmu ekki fram. Dómarinn hefur sjálfur orðið fyrir fjölmörgum hótunum vegna húsleitarinnar og það sama má segja um starfsmenn FBI en dómarinn vill ekki opinbera nafn þess sem setti nafn sitt á umsóknina.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. 11. ágúst 2022 14:30 Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Heljargrip Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01
Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40
Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39
Viðbrögðin sýna tangarhald Trumps á Repúblikanaflokknum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gæti mögulega verið fundinn sekur um brot á lögum sem hann sjálfur þyngdi refsinguna við töluvert. Það er að segja ef hann braut lög með því að flytja opinber gögn, og þar á meðal leynilegt gögn, með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Trump er sagður vera að leita sér að lögmönnum til að mögulega verja sig. 11. ágúst 2022 14:30
Trump-liðar kvarta undan „vopnvæðingu“ dómsmálaráðuneytisins Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu í gær húsleit í Mar-a-Lago sveitaklúbbinum í Flórída en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, býr þar. Fjölmiðlar vestanhafs segja útlit fyrir að atlagan, sem stóð yfir frá morgni til kvölds í gær, tengist meðhöndlun Trumps og starfsmanna hans á opinberum og leynilegum gögnum. 9. ágúst 2022 10:29