Fyrst Laugavegurinn og nú maraþonið: „Besta tilfinning í heimi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:00 Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna í mark. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir rúllaði upp keppni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í höfuðborginni í morgun. Hún var lang fyrst kvenna í mark og var sjötta í mark í heildina, sekúndubrotum frá því að vera önnur Íslendinga yfir línuna. Hún fylgir eftir öruggum sigri í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og stefnir á Íslandsmet sem er jafn gamalt henni. Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17. Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17.
Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira