Klopp ætlaði að hringja inn í útvarpsþátt til að láta fyrrum leikmann heyra það Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 23:31 Jürgen Klopp var heldur hissa á ummælum Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa verið nálægt því að hringja inn í útvarpsþátt í vikunni eftir að hann heyrði ummæli Gabriel Agbonlahor um Manchester United. Agbonlahor fór þá ófögrum orðum um erkifjendur Liverpool í Manchester United. Þessi fyrrverandi leikmaður Aston Villa ræddi um United-liðið í útvarpsþætti Talksport eftir 4-0 tap liðsins gegn Brentford. Agbonlahor hélt ekki aftur að orðum sínum og sagði að United væri eins og rústir einar. United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag, en Klopp segist hafa verið nálægt því að hringja inn í þáttinn til að láta framherjann fyrrverandi heyra það. „Það sem hann sagði um United, ég var nálægt því að hringa inn og segja honum að hann væri líklega búinn að steingleyma því að hann hafi sjálfur verið leikmaður,“ sagði Klopp. Gabriel Agbonlahor lék með Aston Villa frá 2005-2018.Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Agbonlahor var leikmaður Aston Villa frá 2005 til 2018, en í febrúar 2016 tapaði liðið 6-0 gegn Liverpool. Í lok tímabils féll Aston Villa úr ensku úrvalsdeildinni, en síðan þá hefur Klopp unnið deildina, Meistaradeild Evrópu og báðar bikarkeppnirnar á Englandi. Klopp virðist muna vel eftir þessum leik og nýtti tækifærið til að minnast á þessa niðurlægingu. „Hann tapaði 6-0 á móti okkur á mínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Ég man ekki eftir því að hann hafi verið eitthvað hugarfarsskrímsli (e. Mentality monster),“ sagði Klopp, en „Mentality monster7 er hugtak sem hann notar oft um leikmenn sína hjá Liverpool. „Þetta voru ótrúleg ummæli,“ hélt Klopp áfram. „Ef fyrrverandi leikmenn eru nú þegar farnir að tala svona þá geturðu rétt ímyndað þér hvernig allir aðrir tala,“ sagði Klopp að lokum. 🗣 "I listened to Gabby Agbonlahor, he lost against us 6-0 in my first year, I couldn't remember him as a mentality monster on the pitch."Jurgen Klopp reveals he was close to calling in to @talkSPORT after listening to the post-match reaction to Man United's loss to Brentford pic.twitter.com/zNlfB6UXsV— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022 Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Þessi fyrrverandi leikmaður Aston Villa ræddi um United-liðið í útvarpsþætti Talksport eftir 4-0 tap liðsins gegn Brentford. Agbonlahor hélt ekki aftur að orðum sínum og sagði að United væri eins og rústir einar. United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag, en Klopp segist hafa verið nálægt því að hringja inn í þáttinn til að láta framherjann fyrrverandi heyra það. „Það sem hann sagði um United, ég var nálægt því að hringa inn og segja honum að hann væri líklega búinn að steingleyma því að hann hafi sjálfur verið leikmaður,“ sagði Klopp. Gabriel Agbonlahor lék með Aston Villa frá 2005-2018.Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Agbonlahor var leikmaður Aston Villa frá 2005 til 2018, en í febrúar 2016 tapaði liðið 6-0 gegn Liverpool. Í lok tímabils féll Aston Villa úr ensku úrvalsdeildinni, en síðan þá hefur Klopp unnið deildina, Meistaradeild Evrópu og báðar bikarkeppnirnar á Englandi. Klopp virðist muna vel eftir þessum leik og nýtti tækifærið til að minnast á þessa niðurlægingu. „Hann tapaði 6-0 á móti okkur á mínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Ég man ekki eftir því að hann hafi verið eitthvað hugarfarsskrímsli (e. Mentality monster),“ sagði Klopp, en „Mentality monster7 er hugtak sem hann notar oft um leikmenn sína hjá Liverpool. „Þetta voru ótrúleg ummæli,“ hélt Klopp áfram. „Ef fyrrverandi leikmenn eru nú þegar farnir að tala svona þá geturðu rétt ímyndað þér hvernig allir aðrir tala,“ sagði Klopp að lokum. 🗣 "I listened to Gabby Agbonlahor, he lost against us 6-0 in my first year, I couldn't remember him as a mentality monster on the pitch."Jurgen Klopp reveals he was close to calling in to @talkSPORT after listening to the post-match reaction to Man United's loss to Brentford pic.twitter.com/zNlfB6UXsV— Football Daily (@footballdaily) August 19, 2022
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira