Erlent

Segja hákarlanetin ekki virka og fjölda annara dýra flækjast í þeim

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samkvæmt nýlegri skýrslu flæktust 376 sjávarlífverur í netunum við strendur Nýju Suður-Wales árin 2021 til 2022. Þeirra á meðal voru 51 hákarlar sem netunum er ætlað að stoppa og 325 önnur dýr.
Samkvæmt nýlegri skýrslu flæktust 376 sjávarlífverur í netunum við strendur Nýju Suður-Wales árin 2021 til 2022. Þeirra á meðal voru 51 hákarlar sem netunum er ætlað að stoppa og 325 önnur dýr. Stephen Frink/Getty

Paula Masselos, bæjarstjóri Waverley nærri Sydney, vill hætta notkun hákarlaneta við hina vinsælu Bondi strönd, þar sem hún segir netin ekki virka og vera skaðleg öðrum sjávarlífverum.

Masselos segir að þrátt fyrir notkun netanna hluta úr ári, sjáist fleiri hákarlar við ströndina og þá hafi strandgestum fjölgað.

Netin eru um það bil 150 metra löng og sex metra há, og þeim er komið fyrir á um tíu metra dýpi. En, eins og fyrr segir, aðeins hluta af árinu.

Masselos segir netunum ekki ætlað að vera tálmi milli hákarlana og fólks, heldur sé þeim ætlað að trufla sundmynstur dýranna. Aðeins einn hefur látist af völdum hákarlaárásar á Bondi strönd, það var árið 2009, þegar búið var að setja netin upp.

Hákarlanet eru notuð við 51 strönd frá Newcastle til Wollongong í Nýju Suður Wales og hafa verið í notkun frá 1937. Dýraverndarsamtök segja þau hins vegar ekki hafa virkað eins og vonir stóðu til og þá flækist fjöldi annara dýra í netunum.

Samkvæmt nýlegri skýrslu flæktust 376 sjávarlífverur í netunum við strendur Nýju Suður-Wales árin 2021 til 2022. Þeirra á meðal voru 51 hákarlar sem netunum er ætlað að stoppa, til að mynda hvítháfar og trígrisháfar, og 325 önnur dýr, þeirra á meðal 130 skötur og 40 skjaldbökur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×