Skattakóngur fagnar gagnsæi og greiðir glaður skattinn Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 10:58 Magnús vonast eftir því að skattgreiðslur sínar nýtist öðrum. LS Retail Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail, var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann vonast til þess að skattgreiðslur hans nýtist öðrum og segir tilfinninguna vera góða. Magnús var með tæpar 118 milljónir króna á mánuði í launatekjur samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann hætti sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári er bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga við lykilstarfsmanna fyrirtækisins en þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Magnús að samfélagslega tilfinningin tengd því að vera skattakóngur Íslands sé góð. Hann vonast til þess að greiðslur hans nýtist öðrum en skilur að fólk gæti litið hann illum augum, einn tekjuhæsta mann landsins. „Ég skil það svo sem alveg. Á móti kemur að ríkið og lífeyrissjóðirnir fá miklar tekjur af þessu. Síðan er alltaf jákvætt að borga skatta af öllu sem maður hefur tekjur af,“ segir Magnús. Það kom honum ekki á óvart að hann væri efstur í ár en hann bjóst við því að vera mjög ofarlega. Kveiðstu útgáfu Tekjublaðsins? „Ég kveið henni ekki, við lifum í þannig samfélagi að við þurfum að þola gagnsæi og að allt sé uppi á borðum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að hafa lokið störfum hjá LS Retail hefur hann nóg á sinni könnu en hann gegnir ýmsum stjórnarstörfum og ráðgjafahlutverkum. Hann segir sig alltaf hafa dreymt um að hafa ekkert að gera en um leið og það gerist, þá leiðist honum. Er erfitt að vera ríkur? „Það er eiginlega sama hvað ég segi, það verður rangt túlkað. Ég held að flesta dreymi um að eignast mikinn pening. En hvað hefur þú að gera við allan þennan pening?“ segir Magnús og skilur blaðamann og lesendur Vísis eftir með góða spurningu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Magnús var með tæpar 118 milljónir króna á mánuði í launatekjur samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann hætti sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári er bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga við lykilstarfsmanna fyrirtækisins en þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Magnús að samfélagslega tilfinningin tengd því að vera skattakóngur Íslands sé góð. Hann vonast til þess að greiðslur hans nýtist öðrum en skilur að fólk gæti litið hann illum augum, einn tekjuhæsta mann landsins. „Ég skil það svo sem alveg. Á móti kemur að ríkið og lífeyrissjóðirnir fá miklar tekjur af þessu. Síðan er alltaf jákvætt að borga skatta af öllu sem maður hefur tekjur af,“ segir Magnús. Það kom honum ekki á óvart að hann væri efstur í ár en hann bjóst við því að vera mjög ofarlega. Kveiðstu útgáfu Tekjublaðsins? „Ég kveið henni ekki, við lifum í þannig samfélagi að við þurfum að þola gagnsæi og að allt sé uppi á borðum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að hafa lokið störfum hjá LS Retail hefur hann nóg á sinni könnu en hann gegnir ýmsum stjórnarstörfum og ráðgjafahlutverkum. Hann segir sig alltaf hafa dreymt um að hafa ekkert að gera en um leið og það gerist, þá leiðist honum. Er erfitt að vera ríkur? „Það er eiginlega sama hvað ég segi, það verður rangt túlkað. Ég held að flesta dreymi um að eignast mikinn pening. En hvað hefur þú að gera við allan þennan pening?“ segir Magnús og skilur blaðamann og lesendur Vísis eftir með góða spurningu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18