Magnús er skattakóngur ársins 2021: Með tæplega 118 milljónir á mánuði Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 09:31 Magnús Steinarr var tekjuhár í fyrra. LS Retail Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 með tæplega 118 milljónir króna í launatekjur á mánuði. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Þar kemur fram að Magnús hafi verið með 117.682.000 krónur í launatekjur á mánuði. Hann lét af störfum sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári þegar bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Félagið var í eigu erlends félags en í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Ætla má að drjúgur hluti tekna Magnúsar skýrist af þessu. Í fyrra var Magnús með rúmlega þrettán milljónir króna í launatekjur á mánuði. Haraldur á vel fyrir römpunum Haraldur Ingi Þorleifsson kemur næst á eftir Magnúsi með rúmlega 107 milljónir króna á mánuði. Hann seldi hönnunarfyrirtæki sitt Ueno til Twitter á síðasta ári og ákvað að greiða skatta af sölunni hér á landi til þess að greiða sinn hlut af samneyslunni, þvert á ráðleggingar skattaráðgjafa. Þá fór hann fram á það við Twitter að kaupverðið yrði greitt sem launagreiðslur en með því hámarkaði hann þá skatta sem hann borgaði af sölunni. Hann hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir að láta fé af hendi rakna til hinna ýmsu málefna. Hann kom á fót verkefnunum Römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland, sem miða að því að auka hjólastólaaðgengi. Þá vakti athygli þegar hann bauðst til að greiða mögulegar skaðabætur þeirra sem Ingólfur Þórarinsson kærði fyrir meiðyrði. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Skattar og tollar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Þar kemur fram að Magnús hafi verið með 117.682.000 krónur í launatekjur á mánuði. Hann lét af störfum sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail í október á síðasta ári þegar bandaríska fyrirtækið Aptos keypti fyrirtækið. Félagið var í eigu erlends félags en í kaupum Aptos fólst uppgjör kaupréttarsamninga lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Þeir námu í heildina um þremur milljörðum króna. Ætla má að drjúgur hluti tekna Magnúsar skýrist af þessu. Í fyrra var Magnús með rúmlega þrettán milljónir króna í launatekjur á mánuði. Haraldur á vel fyrir römpunum Haraldur Ingi Þorleifsson kemur næst á eftir Magnúsi með rúmlega 107 milljónir króna á mánuði. Hann seldi hönnunarfyrirtæki sitt Ueno til Twitter á síðasta ári og ákvað að greiða skatta af sölunni hér á landi til þess að greiða sinn hlut af samneyslunni, þvert á ráðleggingar skattaráðgjafa. Þá fór hann fram á það við Twitter að kaupverðið yrði greitt sem launagreiðslur en með því hámarkaði hann þá skatta sem hann borgaði af sölunni. Hann hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir að láta fé af hendi rakna til hinna ýmsu málefna. Hann kom á fót verkefnunum Römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland, sem miða að því að auka hjólastólaaðgengi. Þá vakti athygli þegar hann bauðst til að greiða mögulegar skaðabætur þeirra sem Ingólfur Þórarinsson kærði fyrir meiðyrði. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Skattar og tollar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira