Atlético neitaði rúmlega átján milljarða tilboði Man United í Félix Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 08:01 João Félix í leik gegn Manchester City á síðustu leiktíð. David Ramos/Getty Images) Atlético Madríd afþakkaði pent tilboð Manchester United í Portúgalann João Félix. Tilboðið hljóðaði upp á 130 milljónir evra eða rúmlega 18 milljarða íslenskra króna. Atlético keypti leikmanninn af Benfica árið 2019 á 113 milljónir evra. Man United er orðað við nær alla leikmenn sem virðast yfir höfuð geta sparkað í bolta þessa dagana. Félix er einn af tólf leikmönnum sem hafa verið orðaður við félagið á undanförnum þremur dögum. Players linked to Man United in the last three days:PulisicCasemiroJoao FelixCunhaMeunierVardyRabiotAubameyangMorataSommerDestCaicedo pic.twitter.com/ILu6c5tmgt— ESPN FC (@ESPNFC) August 17, 2022 Það var spænski miðillinn AS sem greindi fyrst frá en síðan hafa aðrir miðlar einnig staðfest að Man United hafi lagt fram tilboð í þennan 22 ára gamla Portúgala. Það virðist sem Erik ten Hag vilji skipta á 37 ára gömlum Portúgala fyrir einn talsvert yngri en það er talið nær öruggt að Cristiano Ronaldo muni yfirgefa Man United fyrir gluggalok. Man United hefur eins og alþjóð veit hafið nýtt tímabil hörmulega og samkvæmt fréttum frá Bretlandseyjum vill Erik ten Hag þrjá nýja leikmenn fyrir gluggalok. Raunar vill hann fá þá áður en Man Utd mætir Liverpool á mánudaginn 22. ágúst en það verður að teljast einstaklega ólíklegt. Manchester United have had a 130m bid for Joao Felix rejected by Atletico Madrid, according to Spanish outlet AS — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 17, 2022 Portúgalinn ungi byrjaði nýtt tímabil í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, af krafti en hann lagði upp öll þrjú mörk Atlético í 3-0 sigri á Getafe. Álvaro Morata, annar leikmaður sem hefur verið orðaður við Man United, skoraði tvívegis í leiknum. Félix er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa Atlético fyrir 350 milljónir evra. Man United er hins vegar ekki alveg tilbúið að greiða þá upphæð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. 17. ágúst 2022 20:00 Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. 17. ágúst 2022 14:57 Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17. ágúst 2022 13:00 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Man United er orðað við nær alla leikmenn sem virðast yfir höfuð geta sparkað í bolta þessa dagana. Félix er einn af tólf leikmönnum sem hafa verið orðaður við félagið á undanförnum þremur dögum. Players linked to Man United in the last three days:PulisicCasemiroJoao FelixCunhaMeunierVardyRabiotAubameyangMorataSommerDestCaicedo pic.twitter.com/ILu6c5tmgt— ESPN FC (@ESPNFC) August 17, 2022 Það var spænski miðillinn AS sem greindi fyrst frá en síðan hafa aðrir miðlar einnig staðfest að Man United hafi lagt fram tilboð í þennan 22 ára gamla Portúgala. Það virðist sem Erik ten Hag vilji skipta á 37 ára gömlum Portúgala fyrir einn talsvert yngri en það er talið nær öruggt að Cristiano Ronaldo muni yfirgefa Man United fyrir gluggalok. Man United hefur eins og alþjóð veit hafið nýtt tímabil hörmulega og samkvæmt fréttum frá Bretlandseyjum vill Erik ten Hag þrjá nýja leikmenn fyrir gluggalok. Raunar vill hann fá þá áður en Man Utd mætir Liverpool á mánudaginn 22. ágúst en það verður að teljast einstaklega ólíklegt. Manchester United have had a 130m bid for Joao Felix rejected by Atletico Madrid, according to Spanish outlet AS — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 17, 2022 Portúgalinn ungi byrjaði nýtt tímabil í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, af krafti en hann lagði upp öll þrjú mörk Atlético í 3-0 sigri á Getafe. Álvaro Morata, annar leikmaður sem hefur verið orðaður við Man United, skoraði tvívegis í leiknum. Félix er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa Atlético fyrir 350 milljónir evra. Man United er hins vegar ekki alveg tilbúið að greiða þá upphæð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. 17. ágúst 2022 20:00 Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31 Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. 17. ágúst 2022 14:57 Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17. ágúst 2022 13:00 Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Ríkasti maður Bretlands vill kaupa Manchester United Sir Jim Ratcliffe hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa Manchester United og losa félagið undir krísunni sem það er í undir Glazer fjölskyldunni. 17. ágúst 2022 20:00
Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford. 17. ágúst 2022 19:31
Glazer-fjölskyldan til í að selja hlut í Man. Utd Eigendur Manchester United, hin bandaríska Glazer-fjölskylda, hafa rætt um það að fá inn nýjan hluthafa en vilja þó ekki missa meirihlutastöðu sína. 17. ágúst 2022 14:57
Man United íhugar að fá Pulisic á láni Forráðamenn Manchester United halda áfram að draga nöfn upp úr hatti og íhuga hvort félagið ætti að reyna sækja þann leikmann sem kemur upp hverju sinni. 17. ágúst 2022 13:00
Ronaldo segir sannleikann koma í ljós eftir tvær vikur: Fær að heyra það frá Neville Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum samherji Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er allt annað en sáttur með ummæli Ronaldo á Instagram. Þar sagði Portúgalinn að eftir tvær vikur kæmi í ljós að fjölmiðlar hefðu verið að ljúga. 17. ágúst 2022 11:01