Innlent

Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta. Vísir/Vilhelm

Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að gæsluvarðhald þeirra hafi verið framlengt um fjórar vikur í dag og renni út 14. september næstkomandi. Upphaflega voru fjórir menn handteknir en sá fjórði hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála.

Kókaínið var vel falið í vörusendingu til landsins en í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að málið sé tilkomið vegna frumkvæðisrannsókna á skipulagðri brotastarfsemi.

Lögregla segist ekki geta veit frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×