Einn látinn og að minnsta kosti fjörutíu særðir eftir að tónleikasvið hrundi á Spáni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 00:13 Veðurstofa Spánar hefur varað við sterkum og heitum vindhviðum sem ná allt að tuttugu metrum á sekúndu. EPA/Natxo Fernandes Einn lést og að minnsta kosti 40 særðust eftir að tónleikasvið hrundi vegna sterkra vindhviða á Medusa-tónlistarhátíðinni í Cullera-borg í Valensía-héraði á Spáni á laugardag. Að sögn lögreglu hrundi hluti stóra sviðs tónlistarhátíðarinnar auk annarra mannvirkja við innganginn að hátíðinni vegna sterkra vindhviða klukkan 4:18 um morguninn. Við hrunið hafi 22 ára maður orðið fyrir hluta sviðsins og látist við höggið. Að auki séu að minnsta kosti 40 særðir, þar af þrír sem séu alvarlega særðir, að sögn yfirvalda. Kröftugar og heitar vindhviður í austurhluta Spánar Að sögn skipuleggjenda Medusa-tónlistarhátíðarinnar voru um 50 þúsund manns á tónleikasvæðinu þegar atvikið átti sér stað og tók um 40 mínútur að tæma svæðið. Morguninn eftir greindu forsvarsmenn hátíðarinnar frá því að þeir hyggðust fresta hátíðinni vegna veðurs til að tryggja öryggi tónleikagesta, starfsmanna og tónlistarmanna en á hádegi, nokkrum tímum síðar, aflýstu þeir henni endanlega. Veðurstofa Valensía-héraðs greindi frá því að í austurhluta landsins hafi „heitar vindhviður“ náð meira en tuttugu metrum á sekúndu og falið í sér snarpar hitastigshækkanir. Í myndbandi frá Twitter hér fyrir neðan má sjá hve kröftugur vindurinn var á tónleikasvæðinu. Severe winds have caused the main stage to collapse at an EDM festival in Spain killing one and injuring at least 40.This is why weather delays are always to be taken seriously. Thoughts with the families involved. @medusa_festivalpic.twitter.com/Sh6d8PzJVo— Festive Owl (@TheFestiveOwl) August 13, 2022 Spánn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Að sögn lögreglu hrundi hluti stóra sviðs tónlistarhátíðarinnar auk annarra mannvirkja við innganginn að hátíðinni vegna sterkra vindhviða klukkan 4:18 um morguninn. Við hrunið hafi 22 ára maður orðið fyrir hluta sviðsins og látist við höggið. Að auki séu að minnsta kosti 40 særðir, þar af þrír sem séu alvarlega særðir, að sögn yfirvalda. Kröftugar og heitar vindhviður í austurhluta Spánar Að sögn skipuleggjenda Medusa-tónlistarhátíðarinnar voru um 50 þúsund manns á tónleikasvæðinu þegar atvikið átti sér stað og tók um 40 mínútur að tæma svæðið. Morguninn eftir greindu forsvarsmenn hátíðarinnar frá því að þeir hyggðust fresta hátíðinni vegna veðurs til að tryggja öryggi tónleikagesta, starfsmanna og tónlistarmanna en á hádegi, nokkrum tímum síðar, aflýstu þeir henni endanlega. Veðurstofa Valensía-héraðs greindi frá því að í austurhluta landsins hafi „heitar vindhviður“ náð meira en tuttugu metrum á sekúndu og falið í sér snarpar hitastigshækkanir. Í myndbandi frá Twitter hér fyrir neðan má sjá hve kröftugur vindurinn var á tónleikasvæðinu. Severe winds have caused the main stage to collapse at an EDM festival in Spain killing one and injuring at least 40.This is why weather delays are always to be taken seriously. Thoughts with the families involved. @medusa_festivalpic.twitter.com/Sh6d8PzJVo— Festive Owl (@TheFestiveOwl) August 13, 2022
Spánn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira