Rómversk stórborg fundin, enginn veit hvað hún hét Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. ágúst 2022 14:30 Fornleifafræðingur að störfum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Stevica Mrdja/GettyImages Fornleifafræðingar hafa fundið rústir 2.000 ára stórborgar frá tímum Rómaveldis á Norður-Spáni. Málið þykir hið dularfyllsta því enginn veit hvað borgin hét og engin gögn eru til um hana. Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins. Spánn Fornminjar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira
Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins.
Spánn Fornminjar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Sjá meira