Reiknað með leikskóla og neðansjávarveitingastað við Gufunesbryggju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2022 12:16 Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna. Yrki-arkitektar Borgarráð hefur samþykkt að hefja viðræður við Þorpið-Vistfélag á grundvelli verðlaunatillögu um uppbyggingu við Gufunesbryggju, sem felur meðal annars í sér byggingu leikskóla og veitingastað sem verði að hluta til neðansjávar. Kanna á hvort raunhæft sé að staðsetja leikskóla á umræddu svæði. Í tilkynningu frá Þorpinu segir að félagið hafi á dögunum borið sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities um svæðið við Gufunesbryggju. „Í samræmi við starfsemina í Gufunesi, þar sem kvikmyndagerð er fyrirferðarmikil, mun Gufunesbryggjan hýsa kvikmyndafyrirtæki, íbúðir, leikskóla, umbúðalausa matvöruverslun og veitingastað sem verður að hluta til neðansjávar. Heilsulind tengist ströndinni með sundlaug, sjósundsaðstöðu, gufuböðum, heitum pottum og hverskonar líkamsrækt. Við bryggjuna verður einnig aðstaða til siglinga á kajökum ofl.,“ segir í tilkynningu Þorpsins. Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna.Yrki-Arkitektar Hugsunin sé að bryggjan verði félags-, atvinnu- og samgöngumiðstöð. Reiknað er með að íbúðir verði á efri hæðum. Tillögur Þorpsins gera einnig ráð fyrir að rafknúinn bátastrætó tengi Gufunesið og Grafarvoginn við miðborg Reykjavíkur. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í gær þar sem samþykkt var að borgarstjóri og borgarritari hefji viðræður við Þorpið um lóðavilyrði. Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna.Yrki-arkitektar Meðal þess sem á að fullkanna í viðræðunum er hvort sá hluti tillögunnar sem gerir ráð fyrir leikskóla á umræddu svæði sé raunhæfur. Þá þurfi að tryggja aðgengi almennings að strandlengjunni og strandsvæðinu. Einnig verði tekið mið af tillögum um brú milli Gufuness og Viðeyjar. Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Leikskólar Tengdar fréttir Fimm teymi þróa tillögur um Gufunesbryggju og Sævarhöfða Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi vinnu í alþjóðlegu samkeppninni Reinventing Cities. Reykjavík bauð fram tvær þróunarlóðir til samkeppninnar, Gufunesbryggju og Sævarhöfða 31. Alls 8. september 2020 10:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í tilkynningu frá Þorpinu segir að félagið hafi á dögunum borið sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni á vegum C40 Reinventing Cities um svæðið við Gufunesbryggju. „Í samræmi við starfsemina í Gufunesi, þar sem kvikmyndagerð er fyrirferðarmikil, mun Gufunesbryggjan hýsa kvikmyndafyrirtæki, íbúðir, leikskóla, umbúðalausa matvöruverslun og veitingastað sem verður að hluta til neðansjávar. Heilsulind tengist ströndinni með sundlaug, sjósundsaðstöðu, gufuböðum, heitum pottum og hverskonar líkamsrækt. Við bryggjuna verður einnig aðstaða til siglinga á kajökum ofl.,“ segir í tilkynningu Þorpsins. Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna.Yrki-Arkitektar Hugsunin sé að bryggjan verði félags-, atvinnu- og samgöngumiðstöð. Reiknað er með að íbúðir verði á efri hæðum. Tillögur Þorpsins gera einnig ráð fyrir að rafknúinn bátastrætó tengi Gufunesið og Grafarvoginn við miðborg Reykjavíkur. Málið var tekið fyrir á fundi borgarráðs í gær þar sem samþykkt var að borgarstjóri og borgarritari hefji viðræður við Þorpið um lóðavilyrði. Fyrirhugað útlit miðað við verðlaunatillöguna.Yrki-arkitektar Meðal þess sem á að fullkanna í viðræðunum er hvort sá hluti tillögunnar sem gerir ráð fyrir leikskóla á umræddu svæði sé raunhæfur. Þá þurfi að tryggja aðgengi almennings að strandlengjunni og strandsvæðinu. Einnig verði tekið mið af tillögum um brú milli Gufuness og Viðeyjar.
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Leikskólar Tengdar fréttir Fimm teymi þróa tillögur um Gufunesbryggju og Sævarhöfða Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi vinnu í alþjóðlegu samkeppninni Reinventing Cities. Reykjavík bauð fram tvær þróunarlóðir til samkeppninnar, Gufunesbryggju og Sævarhöfða 31. Alls 8. september 2020 10:46 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fimm teymi þróa tillögur um Gufunesbryggju og Sævarhöfða Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi vinnu í alþjóðlegu samkeppninni Reinventing Cities. Reykjavík bauð fram tvær þróunarlóðir til samkeppninnar, Gufunesbryggju og Sævarhöfða 31. Alls 8. september 2020 10:46