Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-3| Valur í bikarúrslit eftir að hafa afgreitt Stjörnuna í fyrri hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 12. ágúst 2022 22:20 Valur fagnar marki Mistar í leik kvöldsins Vísir/Diego Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikars-kvenna með auðveldum 1-3 sigri á Stjörnunni. Heimakonur voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið sem skilaði þremur mörkum og leikurinn gott sem búinn í hálfleik. Jasmín Erla skoraði sárabótamark en nær komst Stjarnan ekki. Þrátt fyrir að bæði lið fengu aðeins tvo daga til að jafna sig frá síðasta leik stilltu báðir þjálfarnir upp sama lið og á þriðjudaginn. Bæði lið sköpuðu sér lítið sem ekkert af færum til að byrja með en á 8. mínútu skoraði Valur óvænt mark. Sólveig Larsen í leik kvöldsinsVísir/Diego Anna Rakel átti skot sem virtist vera að fara langt framhjá en endaði á að fara í hausinn á Mist Edvardsdóttur sem náði á óskiljanlegan hátt að stýra boltanum á markið og kom Val yfir. Aftur datt leikurinn niður eftir mark Vals. Lukkan hélt hins vegar áfram að vera með Val í liði þar sem Málfríður Erna Sigurðardóttir gerði sig seka um hræðilega mistök þegar hún gaf lausa þversendingu til baka úr vörninni þar sem Cyera Hintzen komst í boltann og skoraði annað mark Vals. Cyera Hintzen var aftur á ferðinni á 35. mínútu. Ásdís Karen renndi boltanum milli hafsenta Stjörnunnar sem hefðu átt að gera miklu betur í að verjast einfaldri sendingu Ásdísar en allt kom fyrir ekki og Cyera komst ein í gegn og skoraði annað mark sitt í leiknum. Cyera Hintzen skoraði tvö mörk í kvöldVísir/Diego Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 0-3 og brekkan orðin ansi brött fyrir Stjörnukonur sem mokuðu sig alveg sjálfar ofan í þessa holu. Chante Sandiford í baráttunni í teignumVísir/Diego Þremur mörkum undir gerði Stjarnan lítið sem ekkert til að koma sér með ráðum inn í leikinn. Valur fékk færi til að bæta við marki en Chante Sandiford, markmaður Stjörnunnar, var á tánum þegar boltinn kom á markið. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði sárabótamark á 89. mínútu þegar Sandra Sigurðardóttir, virtist vera að verja en á endanum lak boltinn inn. Fleiri voru mörkin ekki og Valur mun leika í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn annað hvort Selfossi eða Breiðabliki. Það var mikið fagnað í leikslokVísir/Diego Af hverju vann Valur? Valur afgreiddi Stjörnuna í fyrri hálfleik með þremur mörkum. Gestirnir komust á bragðið eftir að hafa skorað mark með miklum heppnisstimpli. Gestirnir fylgdu því eftir með tveimur mörkum í viðbót eftir klaufaleg mistök Stjörnunnar. Íslandsmeistararnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik og var leikurinn einfaldlega búinn. Hverjar stóðu upp úr? Hafsentapar Vals spilaði afar vel í kvöld. Þær Mist Edvardsdóttir skoraði fyrsta mark Vals og spilaði afar skipulagða vörn með Örnu Sif Ásgrímsdóttur gegnum gangandi allan leikinn. Cyera Hintzen skoraði tvö lagleg mörk í fyrri hálfleik og var óheppinn að ná ekki þrennunni þar sem hún fékk færi í síðari hálfleik til að skora þriðja markið. Hvað gekk illa? Eftir öfluga frammistöðu gegn Breiðabliki síðasta þriðjudag var ekki sjón að sjá Stjörnuna í kvöld. Málfríður Erna Sigurðardóttir gerði skelfileg mistök í öðru marki Vals þar sem hún gaf boltann á Cyeru. Hafsentapar Stjörnunnar leit ansi illa út í þriðja marki Vals þegar Ásdís Karen renndi boltanum á milli þeirra og var ekki mikil mótspyrna sem endaði með að Cyera komst í gegn. Hvað gerist næst? Besta deild-kvenna er næst á dagskrá hjá liðunum. Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 19:15. Valur fer á Meistaravelli og mætir KR miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 18:00. Jasmín Erla: Það var mikið undir og við vorum hræddar Jasmín Erla skoraði eina mark Stjörnunnar í kvöldVísir/Diego Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir tap gegn Val. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Mér fannst við hræddar, það var mikið undir og við spiluðum ekki okkar leik,“ sagði Jasmín Erla og hélt áfram. „Það var miði í bikarúrslit undir og okkur langaði það mikið þangað að við misstum einbeitinguna og spiluðum ekki okkar leik. Valur komst þremur mörkum yfir í hálfleik og þá var þetta búið spil.“ Jasmín sagði að í hálfleik var rætt um að Stjarnan myndi spila sinn bolta og sjá hvert það myndi skila liðinu. „Í seinni hálfleik ætluðum við að spila okkar bolta og sjá hvert það myndi skila okkur. Fyrri hálfleikurinn fer með leikinn við getum ekki verið að gefa Val mörk það er erfitt að koma til baka úr því,“ sagði Jasmín að lokum. Myndir: Kristján Guðmundsson í leik kvöldsinsVísir/Diego Pétur Pétursson í leik kvöldsinsVísir/Diego Anna Rakel lagði upp fyrsta mark ValsVísir/Diego Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar,Vísir/Diego Ásdís Karen með boltann í leik kvöldsinsVísir/Diego Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Valur
Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikars-kvenna með auðveldum 1-3 sigri á Stjörnunni. Heimakonur voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið sem skilaði þremur mörkum og leikurinn gott sem búinn í hálfleik. Jasmín Erla skoraði sárabótamark en nær komst Stjarnan ekki. Þrátt fyrir að bæði lið fengu aðeins tvo daga til að jafna sig frá síðasta leik stilltu báðir þjálfarnir upp sama lið og á þriðjudaginn. Bæði lið sköpuðu sér lítið sem ekkert af færum til að byrja með en á 8. mínútu skoraði Valur óvænt mark. Sólveig Larsen í leik kvöldsinsVísir/Diego Anna Rakel átti skot sem virtist vera að fara langt framhjá en endaði á að fara í hausinn á Mist Edvardsdóttur sem náði á óskiljanlegan hátt að stýra boltanum á markið og kom Val yfir. Aftur datt leikurinn niður eftir mark Vals. Lukkan hélt hins vegar áfram að vera með Val í liði þar sem Málfríður Erna Sigurðardóttir gerði sig seka um hræðilega mistök þegar hún gaf lausa þversendingu til baka úr vörninni þar sem Cyera Hintzen komst í boltann og skoraði annað mark Vals. Cyera Hintzen var aftur á ferðinni á 35. mínútu. Ásdís Karen renndi boltanum milli hafsenta Stjörnunnar sem hefðu átt að gera miklu betur í að verjast einfaldri sendingu Ásdísar en allt kom fyrir ekki og Cyera komst ein í gegn og skoraði annað mark sitt í leiknum. Cyera Hintzen skoraði tvö mörk í kvöldVísir/Diego Valur var þremur mörkum yfir í hálfleik 0-3 og brekkan orðin ansi brött fyrir Stjörnukonur sem mokuðu sig alveg sjálfar ofan í þessa holu. Chante Sandiford í baráttunni í teignumVísir/Diego Þremur mörkum undir gerði Stjarnan lítið sem ekkert til að koma sér með ráðum inn í leikinn. Valur fékk færi til að bæta við marki en Chante Sandiford, markmaður Stjörnunnar, var á tánum þegar boltinn kom á markið. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði sárabótamark á 89. mínútu þegar Sandra Sigurðardóttir, virtist vera að verja en á endanum lak boltinn inn. Fleiri voru mörkin ekki og Valur mun leika í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn annað hvort Selfossi eða Breiðabliki. Það var mikið fagnað í leikslokVísir/Diego Af hverju vann Valur? Valur afgreiddi Stjörnuna í fyrri hálfleik með þremur mörkum. Gestirnir komust á bragðið eftir að hafa skorað mark með miklum heppnisstimpli. Gestirnir fylgdu því eftir með tveimur mörkum í viðbót eftir klaufaleg mistök Stjörnunnar. Íslandsmeistararnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik og var leikurinn einfaldlega búinn. Hverjar stóðu upp úr? Hafsentapar Vals spilaði afar vel í kvöld. Þær Mist Edvardsdóttir skoraði fyrsta mark Vals og spilaði afar skipulagða vörn með Örnu Sif Ásgrímsdóttur gegnum gangandi allan leikinn. Cyera Hintzen skoraði tvö lagleg mörk í fyrri hálfleik og var óheppinn að ná ekki þrennunni þar sem hún fékk færi í síðari hálfleik til að skora þriðja markið. Hvað gekk illa? Eftir öfluga frammistöðu gegn Breiðabliki síðasta þriðjudag var ekki sjón að sjá Stjörnuna í kvöld. Málfríður Erna Sigurðardóttir gerði skelfileg mistök í öðru marki Vals þar sem hún gaf boltann á Cyeru. Hafsentapar Stjörnunnar leit ansi illa út í þriðja marki Vals þegar Ásdís Karen renndi boltanum á milli þeirra og var ekki mikil mótspyrna sem endaði með að Cyera komst í gegn. Hvað gerist næst? Besta deild-kvenna er næst á dagskrá hjá liðunum. Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 19:15. Valur fer á Meistaravelli og mætir KR miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 18:00. Jasmín Erla: Það var mikið undir og við vorum hræddar Jasmín Erla skoraði eina mark Stjörnunnar í kvöldVísir/Diego Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir tap gegn Val. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Mér fannst við hræddar, það var mikið undir og við spiluðum ekki okkar leik,“ sagði Jasmín Erla og hélt áfram. „Það var miði í bikarúrslit undir og okkur langaði það mikið þangað að við misstum einbeitinguna og spiluðum ekki okkar leik. Valur komst þremur mörkum yfir í hálfleik og þá var þetta búið spil.“ Jasmín sagði að í hálfleik var rætt um að Stjarnan myndi spila sinn bolta og sjá hvert það myndi skila liðinu. „Í seinni hálfleik ætluðum við að spila okkar bolta og sjá hvert það myndi skila okkur. Fyrri hálfleikurinn fer með leikinn við getum ekki verið að gefa Val mörk það er erfitt að koma til baka úr því,“ sagði Jasmín að lokum. Myndir: Kristján Guðmundsson í leik kvöldsinsVísir/Diego Pétur Pétursson í leik kvöldsinsVísir/Diego Anna Rakel lagði upp fyrsta mark ValsVísir/Diego Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar,Vísir/Diego Ásdís Karen með boltann í leik kvöldsinsVísir/Diego