Eiður Smári: „Verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp á að gera okkur lífið svona erfitt“ Árni Jóhansson skrifar 11. ágúst 2022 21:00 Fjalar Þorgeirsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfair FH. Vísir/Diego Þjálfara FH, Eið Smára Guðjohnsen, var skiljanlega létt eftir að hans menn náðu að klára verkefnið í kvöld þegar liðið lagði Kórdrengi 2-4 í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann var ánægður með ýmislegt í kvöld en biðlaði til sinna manna hætta að koma sér í klandur. „Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“ Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
„Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“
Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10