Sífellt fleiri reyna að komast til Kanaríeyja og margir hafa dáið Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 10:37 Áhafnir björgunarskipa á Kanaríeyjum hafa staðið í ströngu í sumar. EPA/Adriel Perdomo Minnst 9.589 manns hafa flúið frá ríkjum Afríku til Kanaríeyja á þessu ári. Það er aukning um 27 prósent, samanborið við sama tímabil í fyrra. Leiðin er þó mjög hættulegt og minnst þúsund hafa dáið við að fara hana, samkvæmt hjálparsamtökum sem starfa á svæðinu. Tugir þúsunda evrópskra ferðamanna sem hafa farið til Kanaríeyja eru að mestu ómeðvitaðir um þjáningu flótta- og farandfólks. Reuters fréttaveitan ræddi við fólk sem hefur flúið til Kanaríeyja. Þeirra á meðal var Mohamed Fane. Hann er 33 ára gamall smiður sem ferðaðist frá Senegal til Kanaríeyja. Eftir hættulega ferð og margra mánaða bið í Dakhla í Marokkó smöluðu smyglarar honum og á rúmlega tuttugu öðrum um borð í lítinn trébát og sendu þau af stað til Kanaríeyja. Báturinn varð þó eldsneytislaus langt frá eyjaklasanum og voru þau á reki í þrjá daga í lekum bát. Einn dó en að endingu var þeim bjargað og þau flutt til Gran Canaria. Annar viðmælandi fréttaveitunnar, sem leiðir stuðningssamtök á Tenerife, segir óðagot ríkja á meginlandi Afríku eftir faraldur kórónuveirunnar og vegna stríðsins í Úkraínu og verðbólgu. Hann óttaðist að mun fleiri muni reyna að komast til Kanaríeyja á næstu misserum. Í fyrra bárust fréttir af umfangsmiklu streymi farand- og flóttafólks til Ceuta, sem er yfirráðasvæði Spánar í Norður-Afríku. Her Spánar var sendur á vettvang til að hefta flæðið og þúsundir voru send aftur til Marokkó. Sjá einnig: Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Ráðamenn á Spáni gerðu svo samkomulag við yfirvöld í Marokkó um að stöðva fólk á leið til Ceuta og síðan þá hafa sífellt fleiri lagt leið sína til Kanaríeyja. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í vikunni segir að erfit sé að ná utan um fjölda þeirra sem deyja við að reyna að komast til Kanaríeyja og á öðrum sambærilegum leiðum á sjó. Spánn Flóttamenn Kanaríeyjar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tugir þúsunda evrópskra ferðamanna sem hafa farið til Kanaríeyja eru að mestu ómeðvitaðir um þjáningu flótta- og farandfólks. Reuters fréttaveitan ræddi við fólk sem hefur flúið til Kanaríeyja. Þeirra á meðal var Mohamed Fane. Hann er 33 ára gamall smiður sem ferðaðist frá Senegal til Kanaríeyja. Eftir hættulega ferð og margra mánaða bið í Dakhla í Marokkó smöluðu smyglarar honum og á rúmlega tuttugu öðrum um borð í lítinn trébát og sendu þau af stað til Kanaríeyja. Báturinn varð þó eldsneytislaus langt frá eyjaklasanum og voru þau á reki í þrjá daga í lekum bát. Einn dó en að endingu var þeim bjargað og þau flutt til Gran Canaria. Annar viðmælandi fréttaveitunnar, sem leiðir stuðningssamtök á Tenerife, segir óðagot ríkja á meginlandi Afríku eftir faraldur kórónuveirunnar og vegna stríðsins í Úkraínu og verðbólgu. Hann óttaðist að mun fleiri muni reyna að komast til Kanaríeyja á næstu misserum. Í fyrra bárust fréttir af umfangsmiklu streymi farand- og flóttafólks til Ceuta, sem er yfirráðasvæði Spánar í Norður-Afríku. Her Spánar var sendur á vettvang til að hefta flæðið og þúsundir voru send aftur til Marokkó. Sjá einnig: Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó Ráðamenn á Spáni gerðu svo samkomulag við yfirvöld í Marokkó um að stöðva fólk á leið til Ceuta og síðan þá hafa sífellt fleiri lagt leið sína til Kanaríeyja. Í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í vikunni segir að erfit sé að ná utan um fjölda þeirra sem deyja við að reyna að komast til Kanaríeyja og á öðrum sambærilegum leiðum á sjó.
Spánn Flóttamenn Kanaríeyjar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira