Viðskipti erlent

Fé­lagi Davíðs barst til­boð um sam­runa

Árni Sæberg skrifar
Davíð Helgason kæmi til með að fara með 1,7 prósent eignahlut í sameinuðu félagi.
Davíð Helgason kæmi til með að fara með 1,7 prósent eignahlut í sameinuðu félagi.

Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur.

Fjallað er um samrunatilboðið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í dag. Þar segir að tilboðið feli í sér að hluthafa Unity eignist 55 prósent hlutafjár í sameinuðu félagi, skipi meirihluta stjórnar en njóti aðeins 49 prósent atkvæðisréttar í félaginu.

Í viðskiptunum mögulegu er Unity metið á 17,5 milljarða dala. Það er um átján prósent yfir markaðsvirði Unity við lokun markaða á mánudag.

Unity hefur gefið út að félagið muni ekki tjá sig frekar um samrunatilboðið en að staðfesta að það hafi borist.

AppLovin er hugbúnaðarfyrirtæki sem aðstoðar framleiðendur smáforrita á margvíslegan hátt, til að mynda með markaðssetningu, tekjuöflun og greiningu.


Tengdar fréttir

Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson

Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×