Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2022 20:05 Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir ritstjórn ekki ætla að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Vísir/Vilhelm Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Myndin sem Rússar kvörtuðu yfir ásamt myndatextanum.Skjáskot/Fréttablaðið Rússneska sendiráðið á Íslandi metur það sem svo að með því að birta myndina sé Fréttablaðið að sýna Rússlandi óvirðingu en í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins krefjast Rússar þess að ritstjórn blaðsins biðjist afsökunar á myndbirtingunni. Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að ritstjórn ætli ekki að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Hann segir myndina vera fréttamynd, rétt eins og hver önnur mynd úr átökum milli þjóða. „Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamalmenni eru drepin og heilu samfélögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast aukaatriði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mótmælaskyni,“ segir Sigmundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma almennilega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Fréttablaðinu.“ Valur Gunnarsson, viðmælandi Fréttablaðsins í greininni, hefur tjáð sig um færsluna á Facebook-síðu sinni. Hann segist ekki búast við því að mega fara til Rússlands á næstunni. Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Myndin sem Rússar kvörtuðu yfir ásamt myndatextanum.Skjáskot/Fréttablaðið Rússneska sendiráðið á Íslandi metur það sem svo að með því að birta myndina sé Fréttablaðið að sýna Rússlandi óvirðingu en í færslu á Facebook-síðu sendiráðsins krefjast Rússar þess að ritstjórn blaðsins biðjist afsökunar á myndbirtingunni. Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að ritstjórn ætli ekki að biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Hann segir myndina vera fréttamynd, rétt eins og hver önnur mynd úr átökum milli þjóða. „Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamalmenni eru drepin og heilu samfélögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast aukaatriði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mótmælaskyni,“ segir Sigmundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma almennilega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Fréttablaðinu.“ Valur Gunnarsson, viðmælandi Fréttablaðsins í greininni, hefur tjáð sig um færsluna á Facebook-síðu sinni. Hann segist ekki búast við því að mega fara til Rússlands á næstunni.
Rússland Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira