Innlent

Gos­mynda­vél Vísis komin í loftið

Árni Sæberg skrifar
Eldgosið í Meradölum hófst fyrir viku síðan.
Eldgosið í Meradölum hófst fyrir viku síðan. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Líkt og alþjóð veit hófst gos í Meradölum á Reykjanesskaga fyrir sléttri viku síðan. Mikið hefur verið fjallað um gosið hér á Vísi en héðan í frá verður ekki bara hægt að lesa um það heldur líka dást að því í beinni hér á Vísi.

Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Undir útsendingunni hljóma fagrir tónar Bylgjunnar.

Stefnt er að því að sýna frá Meradölum svo lengi sem hraun heldur áfram að malla upp úr jörðinni þar, allavega á meðan skyggni leyfir.

Beina útsendingu frá gosinu má sjá í spilaranum hér að neðan og á Stöð 2 Vísi, sem er á rás 5 í sjónvarpi Vodafone og rás 8 í sjónvarpi Símans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×