Man United hætt við að fá Arnautović eftir áhyggjur stuðningsfólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 13:02 Andrea Cambiaso fær að heyra það frá Marko Arnautovic í vináttuleik á dögunum. Marcel ter Bals/Getty Images Í gær fóru þær fréttir á kreik að Manchester United vildi fá Marko Arnautović í sínar raðir. Það virðist sem sá áhugi hafi kólnað hratt þökk sé áhyggjum stuðningsfólks Man United sem og verðmiða leikmannsins. Hinn 33 ára gamli Arnautović leikur í dag með Bologna á Ítalíu. Félagið neitaði tilboði Man United upp á 8 milljónir evra um helgina samkvæmt frétt The Athletic. Enska félagið fékk þau skilaboð að leikmaðurinn væri ekki til sölu en svo virðist sem skoðanir stuðningsfólks Man Utd hafi haft meiri áhrif heldur en hár verðmiði. Leikmaðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki um árabil og var til að mynda ásakaður um kynþáttaníð er hann lék með FC Twente í Hollandi árið 2009. Arnautović lék með West Ham United og Stoke City á Englandi á sínum tíma, er hann var á mála hjá Hömrunum var hann talinn sýna kvennaliði félagsins mikla óvirðingu, meðal annars með því að trufla æfingar þess. Ofan á það var hann fundinn sekur um fordóma í garð Albaníu er hann lék með Austurríki gegn Norður-Makedóníu á EM sem fram fór sumarið 2021. Var hann í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Manchester United have pulled out of a move for Marko Arnautovic, The Athletic understands... #MUFCMore from @lauriewhitwellhttps://t.co/E5ciQdIkcH— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 9, 2022 Man United heldur úti strangri stefnu er kemur að kynþáttahatri-, níði og fordómum almennt. Að festa kaup á Arnautovićhefðu verið gegn þeirri stefnu og sendi fjöldi stuðningsfólks Man Utd framkvæmdastjóra félagsins, Richard Arnold, tölvupóst þess efnis. Man Utd er þó enn á höttunum á eftir franska miðjumanninum Adrien Rabiot. Félagið hefur verið á eftir honum í allt sumar og er ekki talið að koma hans hafi áhrif á áhuga félagsins á Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona. Hinn 27 ára gamli Rabiot, sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við Juventus, myndi kosta Man United 15 til 20 milljónir punda og þá er vitað að hann vill fá sömu laun í Manchester og á Ítalíu eða um 200 þúsund pund á viku. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Arnautović leikur í dag með Bologna á Ítalíu. Félagið neitaði tilboði Man United upp á 8 milljónir evra um helgina samkvæmt frétt The Athletic. Enska félagið fékk þau skilaboð að leikmaðurinn væri ekki til sölu en svo virðist sem skoðanir stuðningsfólks Man Utd hafi haft meiri áhrif heldur en hár verðmiði. Leikmaðurinn hefur verið á milli tannanna á fólki um árabil og var til að mynda ásakaður um kynþáttaníð er hann lék með FC Twente í Hollandi árið 2009. Arnautović lék með West Ham United og Stoke City á Englandi á sínum tíma, er hann var á mála hjá Hömrunum var hann talinn sýna kvennaliði félagsins mikla óvirðingu, meðal annars með því að trufla æfingar þess. Ofan á það var hann fundinn sekur um fordóma í garð Albaníu er hann lék með Austurríki gegn Norður-Makedóníu á EM sem fram fór sumarið 2021. Var hann í kjölfarið dæmdur í eins leiks bann. Manchester United have pulled out of a move for Marko Arnautovic, The Athletic understands... #MUFCMore from @lauriewhitwellhttps://t.co/E5ciQdIkcH— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 9, 2022 Man United heldur úti strangri stefnu er kemur að kynþáttahatri-, níði og fordómum almennt. Að festa kaup á Arnautovićhefðu verið gegn þeirri stefnu og sendi fjöldi stuðningsfólks Man Utd framkvæmdastjóra félagsins, Richard Arnold, tölvupóst þess efnis. Man Utd er þó enn á höttunum á eftir franska miðjumanninum Adrien Rabiot. Félagið hefur verið á eftir honum í allt sumar og er ekki talið að koma hans hafi áhrif á áhuga félagsins á Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona. Hinn 27 ára gamli Rabiot, sem á aðeins ár eftir af samningi sínum við Juventus, myndi kosta Man United 15 til 20 milljónir punda og þá er vitað að hann vill fá sömu laun í Manchester og á Ítalíu eða um 200 þúsund pund á viku.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Sjá meira