Lífeyrissjóðir landsmanna dregist saman um tæplega 400 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 14:04 Þórey S. Þórðardóttir er framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. Landssamband lífeyrissjóða Á fyrri helmingi árs hafa eignir íslenskra lífeyrissjóða dregist saman um 361 milljarð króna. Í árslok 2021 voru eignir íslenskra lífeyrissjóða 6.747 milljarðar króna en að loknum fyrstu sex mánuðum þessa árs standa eignirnar í 6.386 milljörðum króna. Þetta segir í tilkynningu á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið mjög góð undanfarin ár líkt og sjá má í grafinu hér að neðan: Lífeyrismál.is Um er að ræða 5,4 prósent lækkun á fyrri helmingi ársins sem má að mestu rekja til erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Innlendar eignir hafa svo gott sem staðið í stað en erlendar hafa lækkað um rúmlega fjórtán prósent. „Lækkun erlendra eigna má rekja til viðsnúnings á erlendum eignamörkuðum og til styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða var við árslok 2021 komið upp í tæp 36% en hefur lækkað og var rúm 32% í lok júní 2022,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að lækkun á sjóðum lífeyrissjóðanna hafi ekki áhrif á lantímamarkmið þeirra sem séu að ávaxta eignir sjóðfélaga og greiða lífeyri eftir starfslok. Útlán aukist það sem af er ári Útlán lífeyrissjóða til kaupa á húsnæði hafa farið vaxandi á fyrri hluta árs 2022 en undanfarin tvö ár hafa landsmenn í auknum mæli tekið húsnæðislán hjá bönkum. Ný útlán lífeyrissjóða námu rúmlega tuttugu milljörðum króna umfram uppgreiðslur á fyrstu sex mánuðum ársins. Verðtryggð lán hafa dregist saman um sextán milljarða króna á árinu en óverðtryggð aukist um 36 milljarða króna. „Því er ljóst að áfram er mikil ásókn í óverðtryggð lán umfram verðtryggð lán,“ segir í tilkynningu. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði er 22 prósent á móti bönkum og Íbúðalánasjóði. Heildarútlán lífeyrissjóða voru 515 ma.kr í lok júní 2022. Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Í árslok 2021 voru eignir íslenskra lífeyrissjóða 6.747 milljarðar króna en að loknum fyrstu sex mánuðum þessa árs standa eignirnar í 6.386 milljörðum króna. Þetta segir í tilkynningu á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóðanna hefur verið mjög góð undanfarin ár líkt og sjá má í grafinu hér að neðan: Lífeyrismál.is Um er að ræða 5,4 prósent lækkun á fyrri helmingi ársins sem má að mestu rekja til erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Innlendar eignir hafa svo gott sem staðið í stað en erlendar hafa lækkað um rúmlega fjórtán prósent. „Lækkun erlendra eigna má rekja til viðsnúnings á erlendum eignamörkuðum og til styrkingar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða var við árslok 2021 komið upp í tæp 36% en hefur lækkað og var rúm 32% í lok júní 2022,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að lækkun á sjóðum lífeyrissjóðanna hafi ekki áhrif á lantímamarkmið þeirra sem séu að ávaxta eignir sjóðfélaga og greiða lífeyri eftir starfslok. Útlán aukist það sem af er ári Útlán lífeyrissjóða til kaupa á húsnæði hafa farið vaxandi á fyrri hluta árs 2022 en undanfarin tvö ár hafa landsmenn í auknum mæli tekið húsnæðislán hjá bönkum. Ný útlán lífeyrissjóða námu rúmlega tuttugu milljörðum króna umfram uppgreiðslur á fyrstu sex mánuðum ársins. Verðtryggð lán hafa dregist saman um sextán milljarða króna á árinu en óverðtryggð aukist um 36 milljarða króna. „Því er ljóst að áfram er mikil ásókn í óverðtryggð lán umfram verðtryggð lán,“ segir í tilkynningu. Hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði er 22 prósent á móti bönkum og Íbúðalánasjóði. Heildarútlán lífeyrissjóða voru 515 ma.kr í lok júní 2022.
Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira