Perla og Kristján standa uppi sem sigurvegarar Hjörvar Ólafsson skrifar 7. ágúst 2022 16:30 Kristján Þór og Perla Sól með sigurlaunin í Vestmannaeyjum. Mynd/golfsamband Íslands Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi hefur ákveðið að fella niður lokaumferð mótsins en ekki er hægt að keppa í Vestmannaeyjum vegna veðurs. Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM eru þar af leiðandi Íslandsmeistarar í golfi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Íslandsmótsins sem Íslandsmeistarar eru krýndir án þess að allir hringir mótsins séu spilaðir. Perla Sól og Kristján Þór voru efst fyrir lokaumferðina en ekki tókst að gera Vestmannaeyjavöll leikfæran eins og vonast var til. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. Öflugir félagsmenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja hafa lagt sig alla fram við að ýta aðkomuvatni af flötum Vestmannaeyjavallar. pic.twitter.com/OXwuTdmdVE— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 tilkynnti rétt í þessu að lokaumferð mótsins yrði felld niður þar sem að Vestmannaeyjavöllur er óleikfær. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Til hamingju.— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Ólafía Þórunn Kristinsdóttur, úr GR, hafnar í öðru sæti en hún var einu höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól fyrir lokahringinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, varð svo í þriðja sæti.. Kristján Þór fór fyrstu þrjá hringina á sex höggum undir pari vallarins en Sigurður Bjarki Blumstein og Orri Þórðarson eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari. Kristófer Karl Karlsson, Böðvar Bragi Pálsson og Birgir Guðjónsson deila svo þriðja sætinu en þeir léku allir á þremur höggum undir pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022 Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. https://t.co/IcTt2GAX9P pic.twitter.com/MM34r8vOPq— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM eru þar af leiðandi Íslandsmeistarar í golfi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Íslandsmótsins sem Íslandsmeistarar eru krýndir án þess að allir hringir mótsins séu spilaðir. Perla Sól og Kristján Þór voru efst fyrir lokaumferðina en ekki tókst að gera Vestmannaeyjavöll leikfæran eins og vonast var til. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. Öflugir félagsmenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja hafa lagt sig alla fram við að ýta aðkomuvatni af flötum Vestmannaeyjavallar. pic.twitter.com/OXwuTdmdVE— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 tilkynnti rétt í þessu að lokaumferð mótsins yrði felld niður þar sem að Vestmannaeyjavöllur er óleikfær. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Til hamingju.— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Ólafía Þórunn Kristinsdóttur, úr GR, hafnar í öðru sæti en hún var einu höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól fyrir lokahringinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, varð svo í þriðja sæti.. Kristján Þór fór fyrstu þrjá hringina á sex höggum undir pari vallarins en Sigurður Bjarki Blumstein og Orri Þórðarson eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari. Kristófer Karl Karlsson, Böðvar Bragi Pálsson og Birgir Guðjónsson deila svo þriðja sætinu en þeir léku allir á þremur höggum undir pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022 Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. https://t.co/IcTt2GAX9P pic.twitter.com/MM34r8vOPq— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira