Erlent

Hafa áhyggjur af horuðum mjaldri sem er fastur í Signu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Björgunaraðilar leita að mjaldrinum.
Björgunaraðilar leita að mjaldrinum. AP/Francois Mori

Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af mjaldri sem fastur er í ánni Signu. Hvalurinn hefur ekki viljað borða neitt síðan hann fannst.

Hvalurinn er kominn ansi langt frá heimkynnum sínum.Sea Shepherd

Mjaldurinn hefur sést í ánni um áttatíu kílómetra frá París og er búinn að synda um 160 kílómetra leið. Samkvæmt Reuters er hann ansi veikburða og hægfara. 

Þá hefur hann ekki borðað þann mat sem björgunaraðilar hafa reynt að gefa honum. Dýralæknar meta nú næstu skref og hvort það sé hægt að bjarga mjaldrinum.

Mjaldrar lifa einna helst í Norður-Íshafi en einnig á kaldtempruðum svæðum. Þeir eiga það þó til að fara í ævintýri suður á bóginn. Mjaldrar eru hjarðdýr og ferðast oftast um það bil fimmtán hvalir saman. Mjaldrar geta orðið allt að þrjátíu ára gamlir. 


Tengdar fréttir

Koma mjaldursins afar ó­venju­leg

Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð.

Náði myndbandi af mjaldri í Reykjavíkurhöfn

Mjaldur sást að leik í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Myndband af mjaldrinum í höfninni má nálgast neðar í fréttinni en sérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×