Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2022 23:56 Alex Jones situr nú í súpunni vegna ummæla sinna um Sandy Hook árásina. Getty/Drew Angerer Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56
Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08