Furðuðu sig á valdapýramídanum hjá FH: „Þetta er rosalega íslenskt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 12:30 Davíð Þór Viðarsson var aðstoðarþjálfari FH á síðasta tímabili, bæði hjá Loga Ólafssyni og Ólafi Jóhannessyni. Eftir tímabilið var hann svo gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. vísir/bára Í Stúkunni í gær furðaði Guðmundur Benediktsson sig á valdapýramídanum hjá FH sem hefur átt afar erfitt sumar. FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
FH tapaði fyrir Val, 2-0, í Bestu deild karla í gær og er án sigurs í síðustu níu deildarleikjum sínum. FH-ingar hafa aðeins fengið þrjú stig í sex deildarleikjum undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og bara skorað tvö mörk í þeim. Mikið hringl hefur verið á þjálfaramálum FH undanfarin ár. Um mitt sumar 2020 tóku Eiður Smári og Logi Ólafsson við liðinu af Ólafi Kristjánssyni. Eiður Smári hætti eftir það tímabil, þegar FH endaði í 2. sæti, en Logi hélt áfram með Davíð Þór Viðarsson sér til aðstoðar. Loga var sagt upp á miðju síðasta tímabili og Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn. Hann var svo rekinn um miðjan júní og Eiður Smári var aftur ráðinn til Fimleikafélagsins. Davíð Þór, sem var aðstoðarþjálfari FH í fyrra, er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. „Síðan er annað í þessu sem er séríslenskt, að aðstoðarþjálfarinn á síðustu leiktíð sem þjálfarinn losar sig við er settur sem yfirmaður knattspyrnumála. Ég á rosalega erfitt með að sjá það virka, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Guðmundur í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um skipulagið hjá FH „Þetta er rosalega íslenskt,“ sagði Baldur Sigurðsson. „FH fékk Lasse Petry en Óli Jóh fór síðan í Val og tók hann með sér þangað.“ Reynir Leósson var öllu jákvæðari en þeir Guðmundur og Baldur. „Maður er ofboðslega hlynntur þessu og við erum að þróast í rétta átt. Ég held að Davíð verði frábær yfirmaður knattspyrnumála hjá FH en það þarf einhvern veginn að forma þetta betur og ná utan um það hvernig leikmannahóp ætlar liðið að vera með. Hann er ekki réttur núna og staðan er grafalvarleg þarna og eins og staðan er núna eru þeir að fara í brjálaðan slag um að halda sér í þessari deild.“ FH hefur leikið samfleytt í efstu deild síðan 2001 og átta sinnum orðið Íslandsmeistari síðan þá. FH-ingar féllu síðast úr efstu deild 1995 og léku í kjölfarið fimm ár í næstefstu deild. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti