Innlent

Eldgos hafið við Fagradalsfjall

Ritstjórn skrifar
Göngugarpar nutu sín vel nærri gosinu í dag.
Göngugarpar nutu sín vel nærri gosinu í dag. Eyþór Árnason

Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Jarðeldar sáust greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu og staðfestu sérfræðingar Veðurstofunnar í framhaldinu að um eldgos væri að ræða.

Samkvæmt þeim er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18.

Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi.Vísir/Sara

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosið sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni.

Gostungan teygir sig um fimm hundruð metra og kvikustrókurinn er um tíu til fimmtán metrar. Sprungan teygir sig frá norðnorðvestur af Meradölum og upp fyrir hæðina þar fyrir norðan.

Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri gossvæðinu á meðan viðbragðsaðilar eru að ná áttum, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar.

Horfa má á brot úr útsendingu Vísis frá gosstöðvunum í spilaranum.

Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×