Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. júlí 2022 18:31 Tveir stórir skjálftar riðu yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir klukkan sex í kvöld, annar þeirra mældist 4,7 og er því stærsti skjálftinn í yfirstandandi hrinu til þessa. Vísir/Egill Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og hafa fréttastofu borist ábendingar um að skjálftinn hafi fundist vel á Reykjanesskaga, bæði í Keflavík og Grindavík. Fólk víðar um land segist einnig hafa fundið fyrir skjálftanum, meðal annars í Vestmannaeyjum og í Borgarfirði. Vísir hafði samband við Veðurstofuna skömmu eftir stóra skjálftann og sagði Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur, að starfsmenn stofunnar væru enn á fullu að vinna úr gögnum og búið væri að kalla út auka mannskap. Hún gat þó staðfest að skjálftinn væri sannarlega sá stærsti í hrinunni til þessa. Kvika að finna sér farveg upp á yfirborðið Samkvæmt vef Veðurstofunnar hafa um þrjú þúsund skjálftar mælst með sjálfvirku staðsetningarkerfi Veðurstofunnar frá því að hrinan hófst í gær. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst stærri en 3,0 og sex skjálftar mælst stærri en 4,0 í hrinunni. Skjálftar í dag mælast á grynnra dýpi en þeir gerðu í gær sem bendir til að kvikuhlaup sé að skjóta sér upp á yfirborðið. Skjálftarnir voru fyrst á um sex til átta kílómetra dýpi en frá því klukkan sex í gærkvöldi hefur skjálftavirknin grynnkað og haldist stöðug á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. Einar Sigurbjörnsson, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin hafi færst ofar og að GPS-mælar á svæðinu gefi til kynna að um kvikuinnskot sé að ræða sem sé að reyna að finna sér farveg upp á yfirborðið. Á vef Veðurstofunnar segir að kvikuinnskotið við Fagradalsfjall valdi spennubreytingum norðaustan við Grindavík og vestan við Kleifarvatn og framkalli þar skjálfta sem séu gjarnan kallaðir gikkskjálftar. Enn fremur segir þar að þar sem skjálftarnir við Kleifarvatn séu nær höfuðborgarsvæðinu geti þeir fundist greinilegar þar þrátt fyrir að vera aðeins minni að stærð. Uppfært klukkan 19:40: Í upphaflegum mælingum Veðurstofunnar var skjálftinn 4,7 að stærð en í yfirförnum gögnum Veðurstofunnar kemur fram að hann hafi verið 5,4 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49 Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18 Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Stór skjálfti að stærð 4,7 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. 31. júlí 2022 17:49
Stór skjálfti í nótt Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti. 31. júlí 2022 07:18
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 31. júlí 2022 14:22