Suðurlandið markaðssett á kostnað annarra landshluta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2022 14:01 Ferðamenn á Egilsstöðum. Rekstraraðilar eru ósáttir við markaðssetningu landshlutans. Vísir/Vilhelm Vörumerkið Ísland á ekki við um aðra hluta landsins en Suðurströndina og suð-vesturhornið. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem telja markaðssetningu opinberra aðila hafa farið illa með aðra hluta landsins. Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira