Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 2-2 | Stigunum deilt í gleðinni á Þjóðhátíð Einar Kárason skrifar 30. júlí 2022 16:31 Andri Rúnar skoraði frábært mark úr aukaspyrnu. Vísir/Diego Sólin skein en duglega blés úr austri, eða vestri, í Vestmannaeyjum í dag þegar heimamenn tóku á móti Keflvíkingum á Hásteinsvelli. Rúmlega þrettánhundruð manns mættu á leikinn og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. Gestirnir áttu fyrsta færi leiksins þegar Adam Ægir Pálsson átti flotta rispu úti vinstra meginn, sendi boltann á nafna sinn Árna Pálsson sem skaut boltanum yfir úr teignum. Eyjamenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og héldu áfram flottri spilamennsku eftir góð úrslit í síðustu leikjum. Leikurinn var ekki orðinn tveggja stafa tölu gamall þegar fyrsta markið kom en það skoraði Arnar Breki Gunnarsson með glæsilegu skoti úr teig í samskeytin, óverjandi fyrir Rúnar Gissurarson í marki Keflavíkur. Markið var fyrsta mark Arnars Breka í efstu deild og sennilega ekki hægt að velja betri tímasetningu til að koma boltanum í netið. Við þetta riðlaðist leikur gestanna töluvert og hefðu heimamenn auðveldlega getað tvöfaldað, ef ekki þrefaldað forustu sína á næstu mínútum en allt kom fyrir ekki. Leikurinn komst í meira jafnvægi og fóru gestirnir að færa sig framar á völlinn þegar leið á. Það kom ekkert rosalega á óvart þegar þeim tókst að jafna leikinn en þar var að verki Ignacio Heras sem skoraði með frábærum skalla á fjærstöng eftir sendingu Rúnars Þórs Sigurgeirssonar. Markið kom rétt fyrir hálfleik og varð heldur betur innspýting fyrir hálfleiksræðu Keflvíkinga. Liðin gengu því hnífjöfn inn í klefa í hálfleik eftir fyrri hálfleik þar sem ÍBV voru ívið sterkari aðilinn. Í síðari hálfleiknum voru gestirnir hinsvegar líklegri til að komast yfir en skortur var á alvöru dauðafærum. Upphaf síðari hálfleiks einkenndist af mikilli hörku og fóru ófá spjöld á loft. Þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi mætt með kassann úti og byrjað seinni hálfleikinn vel voru það heimamenn sem skoruðu. Andri Rúnar Bjarnason, sem hafði komið inn á sem varamaður í liði ÍBV, tók aukaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Arnari Breka. Andri gerði sér lítið fyrir og hamraði boltann í netið á nærstöng þar sem Rúnar kom engum vörnum við. Frábært mark og ÍBV komið yfir að nýju. Við þetta gerðu gestirnir breytingar og færðu sig framar á völlinn. Þeir áttu mörg fín færi en vantaði að binda endahnútinn. Á lokamínútum leiksins lágu Keflvíkingar á Eyjamönnum og markið lá í loftinu. Á endanum datt það þegar Adam Ægir átti hornspyrnu frá vinstri sem annaðhvort fór beint í netið eða þá að Ignacio hafi náð snertingu. Staðan orðin tvö-tvö og tvær mínútur eftir af leiknum. Hvorugu liðinu tókst að bæta við og niðurstaðan stig á lið í hörkuskemmtilegum knattspyrnuleik. Leikmenn beggja liða geta gengið stoltir um brekkuna í kvöld eftir flotta frammistöðu. Gleðilega Þjóðhátíð og pössum hvort annað. Afhverju varð jafntefli? Líklega sanngjörn niðurstaða eftir níutíu mínútur. Hörkuskemmtun og hefðu bæði lið hæglega getað skorað fleiri mörk. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Breki Gunnarsson, Alex Freyr Hilmarsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson voru frábærir í liði ÍBV í dag. Arnar skoraði gott mark og fiskaði aukaspyrnuna í seinna markinu. Hjá gestunum voru Ignacio Heras og Adam Ægir Pálsson virkilega flottir. Nacho skoraði fyrra mark Keflvíkinga og mögulega það síðara, en Adam fær það skráð þar til við vitum meira. Adam var mjög ógnandi allan leikinn og gerði vel. Hvað gekk illa? Eins og áður kom fram hefðu bæði lið getað skorað fleiri mörk. Eyjamenn hefðu getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik og Keflvíkingar stolið þessu í þeim síðari. En þar sem klukkan slær gleði skulum við ekki lasta eitt eða neitt og njóta helgarinnar. Hvað gerist næst? ÍBV mætir KR í Frostaskjólinu á meðan Keflvíkingar fara upp í Breiðholt og etja kappi við Leikni. Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Strákarnir eiga skilið að njóta sín og skemmta sér í Dalnum“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, sagði jafntefli líklega hafa verið sanngjörn úrslit í leik ÍBV og Keflavíkur sem fram fór í Bestu deildinni í fótbolta í dag. 30. júlí 2022 16:42
Sólin skein en duglega blés úr austri, eða vestri, í Vestmannaeyjum í dag þegar heimamenn tóku á móti Keflvíkingum á Hásteinsvelli. Rúmlega þrettánhundruð manns mættu á leikinn og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. Gestirnir áttu fyrsta færi leiksins þegar Adam Ægir Pálsson átti flotta rispu úti vinstra meginn, sendi boltann á nafna sinn Árna Pálsson sem skaut boltanum yfir úr teignum. Eyjamenn byrjuðu leikinn nokkuð vel og héldu áfram flottri spilamennsku eftir góð úrslit í síðustu leikjum. Leikurinn var ekki orðinn tveggja stafa tölu gamall þegar fyrsta markið kom en það skoraði Arnar Breki Gunnarsson með glæsilegu skoti úr teig í samskeytin, óverjandi fyrir Rúnar Gissurarson í marki Keflavíkur. Markið var fyrsta mark Arnars Breka í efstu deild og sennilega ekki hægt að velja betri tímasetningu til að koma boltanum í netið. Við þetta riðlaðist leikur gestanna töluvert og hefðu heimamenn auðveldlega getað tvöfaldað, ef ekki þrefaldað forustu sína á næstu mínútum en allt kom fyrir ekki. Leikurinn komst í meira jafnvægi og fóru gestirnir að færa sig framar á völlinn þegar leið á. Það kom ekkert rosalega á óvart þegar þeim tókst að jafna leikinn en þar var að verki Ignacio Heras sem skoraði með frábærum skalla á fjærstöng eftir sendingu Rúnars Þórs Sigurgeirssonar. Markið kom rétt fyrir hálfleik og varð heldur betur innspýting fyrir hálfleiksræðu Keflvíkinga. Liðin gengu því hnífjöfn inn í klefa í hálfleik eftir fyrri hálfleik þar sem ÍBV voru ívið sterkari aðilinn. Í síðari hálfleiknum voru gestirnir hinsvegar líklegri til að komast yfir en skortur var á alvöru dauðafærum. Upphaf síðari hálfleiks einkenndist af mikilli hörku og fóru ófá spjöld á loft. Þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi mætt með kassann úti og byrjað seinni hálfleikinn vel voru það heimamenn sem skoruðu. Andri Rúnar Bjarnason, sem hafði komið inn á sem varamaður í liði ÍBV, tók aukaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Arnari Breka. Andri gerði sér lítið fyrir og hamraði boltann í netið á nærstöng þar sem Rúnar kom engum vörnum við. Frábært mark og ÍBV komið yfir að nýju. Við þetta gerðu gestirnir breytingar og færðu sig framar á völlinn. Þeir áttu mörg fín færi en vantaði að binda endahnútinn. Á lokamínútum leiksins lágu Keflvíkingar á Eyjamönnum og markið lá í loftinu. Á endanum datt það þegar Adam Ægir átti hornspyrnu frá vinstri sem annaðhvort fór beint í netið eða þá að Ignacio hafi náð snertingu. Staðan orðin tvö-tvö og tvær mínútur eftir af leiknum. Hvorugu liðinu tókst að bæta við og niðurstaðan stig á lið í hörkuskemmtilegum knattspyrnuleik. Leikmenn beggja liða geta gengið stoltir um brekkuna í kvöld eftir flotta frammistöðu. Gleðilega Þjóðhátíð og pössum hvort annað. Afhverju varð jafntefli? Líklega sanngjörn niðurstaða eftir níutíu mínútur. Hörkuskemmtun og hefðu bæði lið hæglega getað skorað fleiri mörk. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Breki Gunnarsson, Alex Freyr Hilmarsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson voru frábærir í liði ÍBV í dag. Arnar skoraði gott mark og fiskaði aukaspyrnuna í seinna markinu. Hjá gestunum voru Ignacio Heras og Adam Ægir Pálsson virkilega flottir. Nacho skoraði fyrra mark Keflvíkinga og mögulega það síðara, en Adam fær það skráð þar til við vitum meira. Adam var mjög ógnandi allan leikinn og gerði vel. Hvað gekk illa? Eins og áður kom fram hefðu bæði lið getað skorað fleiri mörk. Eyjamenn hefðu getað gert út um leikinn í fyrri hálfleik og Keflvíkingar stolið þessu í þeim síðari. En þar sem klukkan slær gleði skulum við ekki lasta eitt eða neitt og njóta helgarinnar. Hvað gerist næst? ÍBV mætir KR í Frostaskjólinu á meðan Keflvíkingar fara upp í Breiðholt og etja kappi við Leikni.
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Strákarnir eiga skilið að njóta sín og skemmta sér í Dalnum“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, sagði jafntefli líklega hafa verið sanngjörn úrslit í leik ÍBV og Keflavíkur sem fram fór í Bestu deildinni í fótbolta í dag. 30. júlí 2022 16:42
„Strákarnir eiga skilið að njóta sín og skemmta sér í Dalnum“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, sagði jafntefli líklega hafa verið sanngjörn úrslit í leik ÍBV og Keflavíkur sem fram fór í Bestu deildinni í fótbolta í dag. 30. júlí 2022 16:42
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti