Innlent

Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði

Árni Sæberg skrifar
Hin meinta uppbygging á að verða við Gunnólfsvík í Finnafirði. Gunnólfsvíkurfjall er til hægri á myndinni.
Hin meinta uppbygging á að verða við Gunnólfsvík í Finnafirði. Gunnólfsvíkurfjall er til hægri á myndinni. Vísir/Vilhelm

Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins.

Í Fréttablaðinu í dag var haft eftir heimildum blaðsins að utanríkisríkisráðuneytið hefði farið fram á að langur viðlegukantur fyrir NATO yrði reistur norðan megin í Finnafirði við bæinn Gunnólfsvík. 

Þar myndi NATO hafa aðstöðu til að birgja skip sín og hvíla áhafnir. Þá myndi Landhelgisgæslan einnig fá aðstöðu á svæðinu.

„Vegna fréttaflutnings í fjölmiðlum í morgun vill Langanesbyggð koma því að framfæri að sveitarfélaginu hefur ekki borist nein erindi frá utanríkisráðuneytinu eða NATO um uppbyggingu hafnarmannvirkja eða viðlegukants í Finnafirði,“ segir í tilkynningu á vef Langanesbyggðar.

Heimildir Fréttablaðsins hermdu að málið væri unnið bak við luktar dyr og engin skrifleg gögn væru til um það. Óformlegt erindi hefði þó borist sveitarstjórninni frá utanríkisráðuneytinu.


Tengdar fréttir

Óska eftir upp­byggingu á Langa­nesi fyrir NATO

Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×