Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 08:31 Meðal þess sem börnin gera á námskeiðinu er að tjá sig með myndlist. Hér má sjá hjarta sem samsett er úr þjóðfánum Úkraínu og Íslands. Vísir/Einar Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi. Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi.
Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira