Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2022 16:16 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún segir að Íslandsbankafólk hafi ástæðu til að gleðjast í dag. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. Í tilkynningu bankans til Kauphallar segir að helstu ástæður góðrar afkomu séu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Hagnaðurinn á fjórðungnum er hálfum milljarði króna meiri en á sama tímabili í fyrra. Þar segir að að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 21,8 prósent milli ára og hafi numið 10,3 milljörðum króna. Hækkunin skýrist af hærra vaxtaumhverfi og stækkun inn- og útlánasafns bankans. Hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 18,1 prósent og numið 3,4 milljörðum króna. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, fjárfestingarbanka, verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun og vegna útlána og ábyrgða hafi leitt hækkunina. Í ljósi góðrar afkomu og væntinga fyrir síðari hluta ársins hefur leiðbeinandi tala fyrir arðsemi verið endurskoðuð upp á við og er nú yfir tíu prósent en var áður átta til tíu prósent. Jafnframt verður leiðbeinandi bil fyrir kostnaðarhlutfall nú 44 til 47 prósent , en var áður 45 til 50 prósent. Íslandsbankafólk geti verið ánægt „Við Íslandsbankafólk getum svo sannarlega verið ánægð með uppgjör annars ársfjórðungs þar sem hagnaður nam 5,9 milljörðum króna og var arðsemi 11,7% sem er yfir okkar fjárhagsmarkmiðum. Við sáum sterkan vöxt í tekjum bæði hvað varðar vaxta- og þóknanatekjur eða 21% á milli ára. Á sama tíma náðist raunlækkun kostnaðar um 5,9%. Kostnaðarhlutfall var 42,7% á tímabilinu sem er jafnframt umfram fjárhagsmarkmið bankans,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í tilkynningunni. Hún segir að útlánastarfsemi hafi verið lífleg á tímabilinu en að vænta megi að útlánavöxtur verði hægari á seinni hluta ársins vegna aðgerða Seðlabankans. Tilkynningu um uppgjör Íslandsbanka má lesa í heild sinni hér. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Í tilkynningu bankans til Kauphallar segir að helstu ástæður góðrar afkomu séu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Hagnaðurinn á fjórðungnum er hálfum milljarði króna meiri en á sama tímabili í fyrra. Þar segir að að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 21,8 prósent milli ára og hafi numið 10,3 milljörðum króna. Hækkunin skýrist af hærra vaxtaumhverfi og stækkun inn- og útlánasafns bankans. Hreinar þóknanatekjur hafi aukist um 18,1 prósent og numið 3,4 milljörðum króna. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, fjárfestingarbanka, verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun og vegna útlána og ábyrgða hafi leitt hækkunina. Í ljósi góðrar afkomu og væntinga fyrir síðari hluta ársins hefur leiðbeinandi tala fyrir arðsemi verið endurskoðuð upp á við og er nú yfir tíu prósent en var áður átta til tíu prósent. Jafnframt verður leiðbeinandi bil fyrir kostnaðarhlutfall nú 44 til 47 prósent , en var áður 45 til 50 prósent. Íslandsbankafólk geti verið ánægt „Við Íslandsbankafólk getum svo sannarlega verið ánægð með uppgjör annars ársfjórðungs þar sem hagnaður nam 5,9 milljörðum króna og var arðsemi 11,7% sem er yfir okkar fjárhagsmarkmiðum. Við sáum sterkan vöxt í tekjum bæði hvað varðar vaxta- og þóknanatekjur eða 21% á milli ára. Á sama tíma náðist raunlækkun kostnaðar um 5,9%. Kostnaðarhlutfall var 42,7% á tímabilinu sem er jafnframt umfram fjárhagsmarkmið bankans,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í tilkynningunni. Hún segir að útlánastarfsemi hafi verið lífleg á tímabilinu en að vænta megi að útlánavöxtur verði hægari á seinni hluta ársins vegna aðgerða Seðlabankans. Tilkynningu um uppgjör Íslandsbanka má lesa í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira