Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2022 11:34 Lögregla mun óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum. Vísir/Hallgerður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Maðurinn var handtekinn samdægurs á vettvangi og var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald 5. júní. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í byrjun þessa mánaðar sem rennur út á morgun. Miðað er við að gefa þurfi út ákæru í málinu innan tólf vikna frá handtöku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.Vísir/Arnar „[Rannsókn] gengur bara mjög vel og rannsókn verður örugglega lokið áður en þessu tímabili lýkur þannig að ákæruvaldið geti tekið ákvörðun um hvort gefin veðri út ákæra eða ekki,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu í samtali við fréttastofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að maðurinn sem lést hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Tengsl voru milli þess látna og grunaðs banamanns hans en þeir bjuggu í sama húsi. Fréttastofa greindi frá því á sínum tíma að aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna hins grunaða í tvígang daginn sem morðið átti sér stað. Sjá einnig: Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða Nágrannar höfðu þá kvartað yfir ofbeldisfullri hegðun af hálfu hins grunaða en hann var ekki fjarlægður af heimilinu þrátt fyrir það. Fyrrverandi nágranni lýsti í kjölfarið í samtali við fréttastofu að hinn grunaði hafi ítrekað viðhaft ógnandi tilburði og að mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Þá hafi verið ljóst að maðurinn þyrfti sértæk úrræði. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort maðurinn hafi játað eða neitað sök. Þá gefur hún ekkert upp um mögulegt morðvopn eða dánarorsök. Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 1. júlí 2022 17:53 Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2022 11:40 Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Maðurinn var handtekinn samdægurs á vettvangi og var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald 5. júní. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í byrjun þessa mánaðar sem rennur út á morgun. Miðað er við að gefa þurfi út ákæru í málinu innan tólf vikna frá handtöku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.Vísir/Arnar „[Rannsókn] gengur bara mjög vel og rannsókn verður örugglega lokið áður en þessu tímabili lýkur þannig að ákæruvaldið geti tekið ákvörðun um hvort gefin veðri út ákæra eða ekki,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu í samtali við fréttastofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að maðurinn sem lést hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Tengsl voru milli þess látna og grunaðs banamanns hans en þeir bjuggu í sama húsi. Fréttastofa greindi frá því á sínum tíma að aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna hins grunaða í tvígang daginn sem morðið átti sér stað. Sjá einnig: Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða Nágrannar höfðu þá kvartað yfir ofbeldisfullri hegðun af hálfu hins grunaða en hann var ekki fjarlægður af heimilinu þrátt fyrir það. Fyrrverandi nágranni lýsti í kjölfarið í samtali við fréttastofu að hinn grunaði hafi ítrekað viðhaft ógnandi tilburði og að mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Þá hafi verið ljóst að maðurinn þyrfti sértæk úrræði. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort maðurinn hafi játað eða neitað sök. Þá gefur hún ekkert upp um mögulegt morðvopn eða dánarorsök.
Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 1. júlí 2022 17:53 Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2022 11:40 Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 1. júlí 2022 17:53
Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2022 11:40
Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57