Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 13:40 Lögreglan hefur netþrjótana til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“ Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“
Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira