Íslenski boltinn

Afturelding styrkir sig þrefalt fyrir botnbaráttuna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Afturelding hefur sótt sér liðsstyrk fyrir botnbaráttuna í Bestu-deild kvenna.
Afturelding hefur sótt sér liðsstyrk fyrir botnbaráttuna í Bestu-deild kvenna. Hafliði Breiðfjörð

Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur samið við þrjá leikmenn um að leika með kvennaliði félagsins í Bestu-deild kvenna.

Afturelding samdi í dag við spænska miðjumanninn Verónica Par­reno Boix, en í gær fékk liðið hægri bakvörðin Maria Paterna og miðjumanninn Victoria Kaláberová til liðs við sig.

Verónica Par­reno Boix er fædd árið 2000 og kemur frá Elche cf Femen­ino á Spáni.

Maria Paterna og Victoria Kaláberová koma báðar frá Aris Limassol á Kýpur. Kaláberová er miðjumaður sem skoraði sjö mörk í 16 deildarleikjum fyrir Aris Limassol, en Paterna er grísk landsliðskona sem skoraði tvö mörk í 17 leikjum á seinustu leiktíð.

Afturelding situr í neðsta sæti Bestu-deildar kvenna með sex stig eftir tíu leiki. Liðið er því í harðri baráttu, en fjögur stig eru upp í öruggt sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×