Sport

„Í forgangi að laga varnarleikinn“

Andri Már Eggertsson skrifar
Ólafur Jóhannesson er mættur aftur í Val
Ólafur Jóhannesson er mættur aftur í Val Vísir/Hulda Margrét

Valur gerði jafntefli gegn KR á Meistaravöllum í sex marka leik. Ný ráðinn þjálfari Vals, Ólafur Jóhannesson, taldi næstu skref sín sem þjálfari Vals vera að laga varnarleik liðsins.

„Þetta var hörkuleikur í Reykjavíkurslag. KR og Valur eru hörkulið en mér fannst við sleppa vel út úr leiknum með stig,“ sagði Ólafur Jóhannesson eftir leik. 

KR fékk átta hornspyrnur í fyrri hálfleik en Valur fékk eina hornspyrnu rétt áður en flautað var til hálfleiks sem endaði með að Valur jafnaði leikinn og úr varð frábær síðari hálfleikur. 

„Það er alltaf gott að skora mark óháð tímasetningu og það var fínt að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik.“

Síðari hálfleikur var frábær skemmtun og á tæplega tíu mínútna kafla komu þrjú mörk en fleiri voru mörkin ekki og leikurinn endaði 3-3. Ólafur taldi það nauðsynlegt fyrir Val að laga varnarleikinn fyrir næstu leiki.

„Við ræddum um það í hálfleik að við yrðum að vera á tánum í síðari hálfleik og stundum koma mörg mörk á stuttum tíma.“

„Ég held að það sé óhætt að segja að við þurfum að verja markið okkar betur. Það er súrt að skora þrjú mörk og það dugar ekki til sigurs.“

Ólafur vildi lítið tala um hvert þakið á liðinu væri og ætlaði hann aðeins að einblína á næsta leik gegn FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×