Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 22:31 Cristiano Ronaldo var banabiti Atletico Madrid oftar en einu sinni. Hér er hann í úrslitaleik með Real gegn Atletico í Meistaradeild Evrópu árið 2016. Leik sem Real vann í vítaspyrnukeppni. Getty Images Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. Ronaldo eyddi níu árum með Real Madrid sem eru erkifjendur Atletico Madrid til margra ára. Stuðningsmenn þess síðarnefnda eru ekki búnir að gleyma framkomu Ronaldo gegn Atletico. Á löngum ferli sínum hefur hann skorað 25 mörk í 35 leikjum gegn Atletico og tvisvar unnið liðið í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu með Real Madrid. Ronaldo skoraði svo þrennu í Meistaradeildinni gegn Atleticto árið 2019 þegar hann lék með Juventus. Ronaldo stráði salt í sár stuðningsmanna Atletico með því að fagna einu markinu með því að gera grín af fögnuði knattspyrnustjóra liðsins, Diego Simeone, í leiknum á undan. Stuðningsmenn Atletico hafa undanfarið verið að deila sínum skoðunum á Ronaldo undir myllumerkinu #ContraCR7 sem mætti þýða sem „andsnúnir CR7“ Einn stuðningsmaður skrifar að hann muni segja upp öllum sínum áskriftum hjá Atletico ef Ronaldo kemur á meðan annar skrifar að gildi þeirra þýði meira en mörkin sem Ronaldo gæti komið með. Aðrir setja hreinlega mynd af Ronaldo með bannmerki yfir. #ContraCR7 pic.twitter.com/owUFB2jfY7— Sgt. Oddball (@SgtOddball4) July 23, 2022 Það gæti því reynst þrautinni þyngri fyrir Ronaldo að finna sér nýtt félagslið en stuðningsmenn Atletico bætast við í hóp liða í Evrópu sem hafa keppst um að mótmæla áhuga á leikmanninum. Leikmaðurinn var fyrst orðaður við Chelsea sem sagðist ekki hafa áhuga á Ronaldo. Síðar var röðin kominn af PSG sem neitaði einnig áhuga. Bayern München hefur líka andmælt áhuga á Ronaldo á meðan leikmaðurinn hefur sjálfur neitað að endurkoma hans í Sporting Lisbon sé yfirvofandi. Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. 23. júlí 2022 11:00 Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. 23. júlí 2022 20:04 Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Þetta í fimmta sinn á sex árum sem Atlético Madrid liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. 13. mars 2019 10:00 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Ronaldo eyddi níu árum með Real Madrid sem eru erkifjendur Atletico Madrid til margra ára. Stuðningsmenn þess síðarnefnda eru ekki búnir að gleyma framkomu Ronaldo gegn Atletico. Á löngum ferli sínum hefur hann skorað 25 mörk í 35 leikjum gegn Atletico og tvisvar unnið liðið í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu með Real Madrid. Ronaldo skoraði svo þrennu í Meistaradeildinni gegn Atleticto árið 2019 þegar hann lék með Juventus. Ronaldo stráði salt í sár stuðningsmanna Atletico með því að fagna einu markinu með því að gera grín af fögnuði knattspyrnustjóra liðsins, Diego Simeone, í leiknum á undan. Stuðningsmenn Atletico hafa undanfarið verið að deila sínum skoðunum á Ronaldo undir myllumerkinu #ContraCR7 sem mætti þýða sem „andsnúnir CR7“ Einn stuðningsmaður skrifar að hann muni segja upp öllum sínum áskriftum hjá Atletico ef Ronaldo kemur á meðan annar skrifar að gildi þeirra þýði meira en mörkin sem Ronaldo gæti komið með. Aðrir setja hreinlega mynd af Ronaldo með bannmerki yfir. #ContraCR7 pic.twitter.com/owUFB2jfY7— Sgt. Oddball (@SgtOddball4) July 23, 2022 Það gæti því reynst þrautinni þyngri fyrir Ronaldo að finna sér nýtt félagslið en stuðningsmenn Atletico bætast við í hóp liða í Evrópu sem hafa keppst um að mótmæla áhuga á leikmanninum. Leikmaðurinn var fyrst orðaður við Chelsea sem sagðist ekki hafa áhuga á Ronaldo. Síðar var röðin kominn af PSG sem neitaði einnig áhuga. Bayern München hefur líka andmælt áhuga á Ronaldo á meðan leikmaðurinn hefur sjálfur neitað að endurkoma hans í Sporting Lisbon sé yfirvofandi.
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. 23. júlí 2022 11:00 Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. 23. júlí 2022 20:04 Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Þetta í fimmta sinn á sex árum sem Atlético Madrid liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. 13. mars 2019 10:00 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. 23. júlí 2022 11:00
Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. 23. júlí 2022 20:04
Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Þetta í fimmta sinn á sex árum sem Atlético Madrid liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. 13. mars 2019 10:00