Stærsta verkefnið: Verðbólga Lilja Alfreðsdóttir skrifar 25. júlí 2022 13:01 Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Lilja Alfreðsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun