Af hverju Fjarðarheiðargöng? Hildur Þórisdóttir skrifar 21. júlí 2022 18:00 Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Hann gleymdi jú að nefna í umfjöllun sinni að stór hluti þess kostnaðar sem hin 13,3 km löngu göng munu koma til með að kosta munu skila sér tilbaka í formi skatta sem rennur tilbaka í ríkissjóð. Að göngin muni koma til með að kosta á bilinu 45-47 milljarða kr. er því afar mikil einföldun þegar upp er staðið. Einnig var skautað fimlega framhjá því að verið er að tengja saman byggðakjarna í rúmlega 5000 manna sveitarfélagi þar sem það var beinlínis forsenda sameiningar að bætt yrði úr samgöngum milli kjarnanna í Múlaþingi svo svæðið allt geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ennfremur var ekki mikið gert úr þeirri staðreynd að hin sameiginlegi vettvangur sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, hefur ár eftir ár ályktað að næstu jarðgöng á Austurlandi skulu vera undir Fjarðarheiði. Sveitarfélög á Austurlandi hafa komið sér saman um forgangsröðunina sem hefur verið skýr um árabil og Alþingi hefur loksins hlustað! Það var því sérstakt að fá þessu umfjöllun fram í ljósi þess að ákvörðun hefur verið tekin eins og glöggt má sjá í samgönguáætlun Alþingis en göngin fara í útboð í haust. Ríkið hefur kostað til miklum fjármunum við rannsóknir og undirbúning sem nú er lokið en Vegagerðin kynnti þá vinnu nýverið. Hafist verður handa við gerð gangnanna seinnipart næsta árs og það er ekki ofsögum sagt að íbúar í Múlaþingi og Austurlandi öllu bíði með eftirvæntingu eftir þessari langþráðu samgöngubót. Íbúar á Seyðisfirði búa við samgönguleysi sem hvergi þekkist á hinu byggða bóli. Um Fjarðarheiði liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Snjóþyngslin og veðuraðstæður eru eftir því enda fullnægir vegurinn alls ekki kröfum sem gerðar er til vegar sem tengir saman nálæg byggðarlög og er auk þess tenging til Evrópu með Norrænu, sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar allt árið um kring. Íbúafækkun og þróun í atvinnulífi síðustu áratuga bera ófagurt vitni um það samgönguleysi sem þjakað hefur einn fallegasta bæ Austurlands. Göngin munu gjörbylta aðstæðum fyrir Seyðisfjörð sem er um margt líkur Siglufirði en þar hafði sambærileg þróun átt sér stað áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í október 2010. Síðan þeirri gangnagerð lauk hefur íbúafjöldi aftur farið upp á við og Siglufjörður orðið einn eftirsóttasti áfangastaður Norðurlands. Í viðtali við innviðaráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, þann 12. júlí síðastliðinn, kemur fram að tilgangurinn með jarðgöngum undir Fjarðarheiði er að gera samgöngur á Austurlandi öruggari og rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Sigurður Ingi nefnir ennfremur að göngin munu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið á svæðinu og munu hvort tveggja styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu. Ekki hefur verið unnið að gangnagerð á Íslandi síðan Dýrafjarðargöngin voru opnuð í október 2020 og því löngu tímabært að hefja gangnagerð að nýju. Gjarnan hefur verið horft til vina okkar í Færeyjum í þeim efnum, sem hafa sinnt sinni byggðastefnu vel með jarðgangagerð. Nú er lag að horfa til þeirra sem hafa farið á undan okkur Íslendingum með góðu fordæmi og gert göng sem eru mun lengri og kostnaðarsamari en Fjarðarheiðargöng. Þetta er nefnilega alveg hægt en þá þurfa menn líka að þora að hugsa stórt og landið sem eina heild sem þarf að halda í byggð. Það verður ekki gert með öðrum hætti en greiðum samgöngum sem munu alltaf koma til með að kosta en munu borga sig margfalt þegar upp er staðið. Kristján Már veit jafnvel og við hin að byggðalög landsins eiga allt sitt undir greiðum samgöngum. Höfundur situr í sveitarstjórn Múlaþings og stjórn SSA og Austurbrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Fjarðabyggð Byggðamál Alþingi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Hann gleymdi jú að nefna í umfjöllun sinni að stór hluti þess kostnaðar sem hin 13,3 km löngu göng munu koma til með að kosta munu skila sér tilbaka í formi skatta sem rennur tilbaka í ríkissjóð. Að göngin muni koma til með að kosta á bilinu 45-47 milljarða kr. er því afar mikil einföldun þegar upp er staðið. Einnig var skautað fimlega framhjá því að verið er að tengja saman byggðakjarna í rúmlega 5000 manna sveitarfélagi þar sem það var beinlínis forsenda sameiningar að bætt yrði úr samgöngum milli kjarnanna í Múlaþingi svo svæðið allt geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ennfremur var ekki mikið gert úr þeirri staðreynd að hin sameiginlegi vettvangur sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, hefur ár eftir ár ályktað að næstu jarðgöng á Austurlandi skulu vera undir Fjarðarheiði. Sveitarfélög á Austurlandi hafa komið sér saman um forgangsröðunina sem hefur verið skýr um árabil og Alþingi hefur loksins hlustað! Það var því sérstakt að fá þessu umfjöllun fram í ljósi þess að ákvörðun hefur verið tekin eins og glöggt má sjá í samgönguáætlun Alþingis en göngin fara í útboð í haust. Ríkið hefur kostað til miklum fjármunum við rannsóknir og undirbúning sem nú er lokið en Vegagerðin kynnti þá vinnu nýverið. Hafist verður handa við gerð gangnanna seinnipart næsta árs og það er ekki ofsögum sagt að íbúar í Múlaþingi og Austurlandi öllu bíði með eftirvæntingu eftir þessari langþráðu samgöngubót. Íbúar á Seyðisfirði búa við samgönguleysi sem hvergi þekkist á hinu byggða bóli. Um Fjarðarheiði liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Snjóþyngslin og veðuraðstæður eru eftir því enda fullnægir vegurinn alls ekki kröfum sem gerðar er til vegar sem tengir saman nálæg byggðarlög og er auk þess tenging til Evrópu með Norrænu, sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar allt árið um kring. Íbúafækkun og þróun í atvinnulífi síðustu áratuga bera ófagurt vitni um það samgönguleysi sem þjakað hefur einn fallegasta bæ Austurlands. Göngin munu gjörbylta aðstæðum fyrir Seyðisfjörð sem er um margt líkur Siglufirði en þar hafði sambærileg þróun átt sér stað áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í október 2010. Síðan þeirri gangnagerð lauk hefur íbúafjöldi aftur farið upp á við og Siglufjörður orðið einn eftirsóttasti áfangastaður Norðurlands. Í viðtali við innviðaráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, þann 12. júlí síðastliðinn, kemur fram að tilgangurinn með jarðgöngum undir Fjarðarheiði er að gera samgöngur á Austurlandi öruggari og rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Sigurður Ingi nefnir ennfremur að göngin munu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið á svæðinu og munu hvort tveggja styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu. Ekki hefur verið unnið að gangnagerð á Íslandi síðan Dýrafjarðargöngin voru opnuð í október 2020 og því löngu tímabært að hefja gangnagerð að nýju. Gjarnan hefur verið horft til vina okkar í Færeyjum í þeim efnum, sem hafa sinnt sinni byggðastefnu vel með jarðgangagerð. Nú er lag að horfa til þeirra sem hafa farið á undan okkur Íslendingum með góðu fordæmi og gert göng sem eru mun lengri og kostnaðarsamari en Fjarðarheiðargöng. Þetta er nefnilega alveg hægt en þá þurfa menn líka að þora að hugsa stórt og landið sem eina heild sem þarf að halda í byggð. Það verður ekki gert með öðrum hætti en greiðum samgöngum sem munu alltaf koma til með að kosta en munu borga sig margfalt þegar upp er staðið. Kristján Már veit jafnvel og við hin að byggðalög landsins eiga allt sitt undir greiðum samgöngum. Höfundur situr í sveitarstjórn Múlaþings og stjórn SSA og Austurbrúar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar