Erlent

S­rílankskir þing­menn kjósa nýjan for­seta

Árni Sæberg og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Ranil Wickramesinghe er einn þriggja sem gefa kost á sér í embætti forseta Srí Lanka þrátt fyrir að mótmælendur hafi bolað honum úr embætti forsætisráðherra á dögunum eftir tæplega tvo mánuði í starfi.
Ranil Wickramesinghe er einn þriggja sem gefa kost á sér í embætti forseta Srí Lanka þrátt fyrir að mótmælendur hafi bolað honum úr embætti forsætisráðherra á dögunum eftir tæplega tvo mánuði í starfi. Eranga Jayawardena/AP

Leynileg kosning fer nú fram á þingi Sri Lanka þar sem þingmenn kjósa milli þriggja frambjóðenda til forsetaembættis landsins.

Vonast er til að nýr leiðtogi nái að róa öldurnar í landinu en almenningur hefur risið upp gegn hækkandi vöruverði og skorti á nauðsynjavörum með þeim afleiðingum að forsetinn flúði land. 

Starfandi forseti landsins, Ranil Wickremsesinghe, er þó ekki vinsæll á meðal almennings og óvíst hvort öldurnar lægi nái hann kjöri en hann hefur í gegnum árin sex sinnum gegnt embætti forsætisráðherra og telst til valdameiri manna landsins og nátengdur ætt forsetans sem hefur verið við stjórnvölinn.

Hann er talinn sigurstranglegur þrátt fyrir að kjör hans myndi að öllum líkindum valda enn meiri mótmælum í landinu, að því er segir í frétt Reuters um málið.

Helsti keppinautur hans um forsetaembættið er Dullas Alahapperuma, þingmaður UNP, flokks Wickramesinghe sem fer með hreinan meirihluta á þingi. Hann er talinn munu þóknast mótmælendum og stjórnarandtöðunni betur en Wickramesinghe.

Þriðji frambjóðandinn er Anura Kumara Dissanayaka, leiðtogi vintriflokksins Janatha Vimukti Peramuna. Flokkurinn hefur að þrjá þingmenn á srílankska þinginu og hefur hann því takmarkaða möguleika á að ná kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×