Skaut Marokkó í úrslit Afríkumótsins í fyrsta skipti án þess að vita það Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 16:45 Rosella Ayane reyndist hetja Marokkó í undanúrslitum Afríkumótsins í gær. Twitter/@CAF_Online Marokkó er á leið í úrslitaleik Afríkumóts kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögunni eftir sigur gegn Nígeríu í vítaspyrnukeppni í gær. Hetja liðsins virtist þó ekki átta sig á því að hún hafði tryggt liðinu sigur. Rosella Ayane er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Hún reyndist þó hetja Marokkó þegar liðið mætti Nígeríu í undanúrslitum Afríkómóts kvenna í knattspyrnu í gær. Leikur Marokkó og Nígeríu bauð upp á allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að bera. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og leikið var fyrir framan metfjölda áhorfenda, en tæplega 46 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn. Nígeríska liðið tók forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik áður en Uchenna Kanu, framherji liðsins lét reka sig af velli með beint rautt spjald eftir um klukkutíma leik. Marokkósku stelpurnar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu metin fáeinum mínútum síðar. Þrátt fyrir að spila tveimur mönnum fleiri seinustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Rasheedat Ajibade lét reka sig af velli í liði Nígeríu tókst Marokkó ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Ekki tókst það heldur í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Fór það svo að nígersíska liðið klikkaði á einni spyrnu, en það marokkóska skoraði úr öllum sínum fimm spyrnum. Áðurnefnd Rosella Ayane tók seinustu spyrnu Marokkó og tryggði liðinu sigur, og þar með sæti í úrslitum. Ayane virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hennar spyrna hafi ráðið úrslitum og tók það hana nokkrar langar sekúndur að átta sig á því hvað hefði gerst. Myndband af þessu skondna atviki má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. 🇲🇦 Last night, in front of a record crowd of over 45 500, Rosella Ayane sent @EnMaroc through to their first ever @CAFwomen final.😅 It did take her a second to realize she had won it...pic.twitter.com/7VLfV1OxYc— COPA90 (@Copa90) July 19, 2022 Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Rosella Ayane er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Hún reyndist þó hetja Marokkó þegar liðið mætti Nígeríu í undanúrslitum Afríkómóts kvenna í knattspyrnu í gær. Leikur Marokkó og Nígeríu bauð upp á allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að bera. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og leikið var fyrir framan metfjölda áhorfenda, en tæplega 46 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn. Nígeríska liðið tók forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik áður en Uchenna Kanu, framherji liðsins lét reka sig af velli með beint rautt spjald eftir um klukkutíma leik. Marokkósku stelpurnar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu metin fáeinum mínútum síðar. Þrátt fyrir að spila tveimur mönnum fleiri seinustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Rasheedat Ajibade lét reka sig af velli í liði Nígeríu tókst Marokkó ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Ekki tókst það heldur í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Fór það svo að nígersíska liðið klikkaði á einni spyrnu, en það marokkóska skoraði úr öllum sínum fimm spyrnum. Áðurnefnd Rosella Ayane tók seinustu spyrnu Marokkó og tryggði liðinu sigur, og þar með sæti í úrslitum. Ayane virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hennar spyrna hafi ráðið úrslitum og tók það hana nokkrar langar sekúndur að átta sig á því hvað hefði gerst. Myndband af þessu skondna atviki má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. 🇲🇦 Last night, in front of a record crowd of over 45 500, Rosella Ayane sent @EnMaroc through to their first ever @CAFwomen final.😅 It did take her a second to realize she had won it...pic.twitter.com/7VLfV1OxYc— COPA90 (@Copa90) July 19, 2022
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti