Íslensku stelpurnar einkar óheppnar upp við mark andstæðinganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2022 07:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir að loknum leik gegn Frakklandi. Vísir/Vilhelm Ísland féll í gærkvöld úr leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Þegar vænt mörk (xG) tölfræði mótsins er skoðuð þá er aðeins Danmörk með verri tölfræði fyrir framan mark andstæðinga sinna en íslenska liðið. Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Ísland fór tauplaust í gegnum D-riðil Evrópumótsins en því miður gerði liðið jafntefli í öllum sínum leikjum sem dugði ekki til að komast áfram. Hefði Belgía ekki náð að pota inn einu marki gegn Ítalíu þá hefði Ísland hins vegar farið áfram. Mögulega munu íslensku stelpurnar naga sig í handarbökin á næstu dögum og vikum en liðið fékk góð færi til að vinna leikina þrjá sem það lék á mótinu. Opta Analyst heldur utan um alla tölfræði mótsins og þar kemur í ljós að Ísland og Danmörk eru í sérflokki þegar kemur að slakri nýtingu fyrir framan mark andstæðinganna. Iceland have scored two goals from an xG total of 5.2 at #WEuro2022 so far. Only Denmark (one goal from 5.1 xG) have a bigger underperformance in front of goal. pic.twitter.com/EPjyYpkqZH— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Áður en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin gegn Frakklandi hafði Ísland aðeins skorað tvö mörk úr færum upp á 5.2 vænt mörk (xG). Ef færanýtingin væri eins og eðlilegt er þá hefðu stelpurnar okkar átt að vera búnar að skora fimm mörk í staðin fyrir aðeins tvö. Vissulega spilar vítaspyrnan sem fór forgörðum gegn Belgíu sinn þátt í tölfræðinni en að því sögðu hefði Ísland átt að pota inn að lágmarki einu marki til viðbótar áður en boltinn söng loks í netinu gegn Frakklandi. France 1-1 Iceland: France took the lead after just 46 secs, but settled at that. They face reigning champions Netherlands next. Despite scoring a 102nd minute penalty (!), Iceland had yet another frustrating night in front of goal, but leave #WEURO2022 with heads held high. pic.twitter.com/vMsNoK9E7Z— The Analyst (@OptaAnalyst) July 18, 2022 Í viðtölum eftir leiki á mótinu var íslensku stelpunum tíðrætt um færanýtingu liðsins. Eins og áður sagði fór vítapspyrnu forgörðum í fyrsta leik, Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði slá gegn Frakklandi og svo fékk liðið fínustu færi til að vinna í raun alla leiki mótsins. Það má því með sanni segja að um „stöngina út“ hafi verið að ræða hjá Íslandi á Evrópumótinu í Englandi en hver veit nema þær fái tækifæri til að breyta því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira